Juventus og Manchester City gerðu jafntefli - Kolbeinn skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2010 21:03 Adam Johnson tryggði Manchester City jafntefli í kvöld. Mynd/AP Manchester City og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í stórleik kvöldsins í Evrópudeildinni en leikið var í Manchester. Íslendingaliðin AZ Alkmaar og OB töpuðu bæði í kvöld en Kolbeinn Sigþórsson náði að minnka muninn fyrir AZ í lok leiksins. Juventus komst yfir í upphafi leiks á móti Manchester City og varði síðan stigið í seinni hálfleiknum eftir að City-liðið náði að jafna fyrir hálfleik. Það munaði þó engu að Ítalirnir stælu sigrinum í lokin þegar Alessandro Del Piero átti skot beint úr aukaspyrnu í slánna og niður á línuna. Vincenzo Iaquinta kom Juventus í 1-0 strax á 11. mínútu eftir að hafa fengið boltinn út á kanti og skorað með skoti af löngu færi sem hafði viðkomu í Kolo Touré varnarmanni Manchester City. Adam Johnson jafnaði leikinn á 37. mínútu eftir að Yaya Touré las flott hlaup hans og sendi lúmska sendingu í gegnum vörnina. Alex Manninger var illa staðsettur og gat lítið gert við því þegar Johnson skoraði. Manchester City er á toppnum í A-riðli með 4 stig eins og pólska liðið Lech Poznan en Pólverjarnir fylgdu á eftir jafntefli á útivelli á móti Juventus með því að vinna 2-0 sigur á RB Salzburg í gær. Hvít-Rússarnir í BATE Borisov halda áfram að fara illa með Íslendinga en í kvöld unnu þeir 4-1 sigur á Íslendingaliðinu AZ Alkmaar. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í þriggja manna framlínu AZ og náði Kolbeinn að minnka muninn undir lokin. Stuttgart er með fullt hús í H-riðli eftir útisigur á Rúriki Gíslasyni og félögum í danska liðinu OB. Rúrik spilaði fyrstu 70 mínúturnar í 1-2 tapi en þýska liðið komst í 1-0 aðeins tveimur mínútum eftir að íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn útaf. Zdravko Kuzmanovic skoraði markið fyrir Stuttgart, Andreas Johansson jafnaði fyrir OB sex mínútum síðar en Martin Harnik skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Það eru alls sjö lið með fullt hús eftir tvo fyrstu leikina. FC Porto og Besiktas eru með 6 stig í L-riðli, Paris Saint-Germain FC er með 6 stig í J-riðli, FC Zenit St. Petersburg er með fullt hús í G-riðli alveg eins og CSKA Moskva í F-riðli og Sporting Lissabon í C-riðli.Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld: A-riðillLech Poznan-RB Salzburg 2-0 1-0 Manuel Arboleda (47.), 2-0 Slawomir Peszko (80.) Manchester City-Juventus 1-1 0-1 Vincenzo Iaquinta (11.), 1-1 Adam Johnson (37.) B-riðillRosenborg-Aris Saloniki 2-1 1-0 Morten Moldskred (37.), 1-1 Carlos Ruiz (43.), 2-1 Rade Prica /58.)Atlético Madrid-Bayer Leverkusen 1-1 0-1 Eren Derdiyok (40.), 1-1 Simão Sabrosa (51.) C-riðillGent-Lille 1-1Sporting Lisabon-Levski Sofia 5-0 1-0 Daniel Carriço (30.), 2-0 Maniche (43.), 3-0 Diogo Salomão (53.), 4-0 Hélder Postiga (61.), 5-0 Matías Fernández (79.)D-riðill PAOK-Dinamo Zagreb 1-0 Villarreal-Club Brugge 2-1 1-0 Giuseppe Rossi (41.), 1-1 Ryan Donk (45.), 2-1 Javier Gonzalo Rodriguez (56.)E-riðillBATE Borisov-AZ Alkmaar 4-1 1-0 Vitaliy Rodionov (5.), 2-0 Artem Kontsevoj (49.), 3-0 Renan Bressan (77.), 4-0 Edgar Olekhnovich (83.). 4-1 Kolbeinn Sigþórsson (89.). Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ. Jóhann fór útaf á 68. mínútu.Sheriff Tiraspol-Dynamo Kiev 2-0F-riðill CSKA Moskva-Sparta Prag 3-0 Palermo-Lausanne 1-0 G-riðillHajduk Split-Anderlecht 1-0 1-0 Ante Vukusic (90.+5)Zenit-AEK 4-2 H-riðillOB-Stuttgart 1-2 0-1 Zdravko Kuzmanovic (72.), 1-1 Andreas Johansson (78.), 1-2 Martin Harnik (86.). Rúrik Gíslason lék fyrstu 70 mínúturnar og fór útaf í stöðunni 0-0.Young Boys-Getafe 2-0I-riðillMetalist Kharkiv-PSV 0-2 0-1 Balazs Dzsudzsak (27.), 0-2 Marcus Berg (30.)Sampdoria-Debreceni Vasutas 1-0 1-0 Giampaolo Pazzini (18.)J-riðillBorussia Dortmund-Sevilla 0-1 0-1 Luca Cigarini (45.)PSG-Karpaty Lviv 2-0K-riðillSteaua Búkarest-Napoli 3-3 1-0 Sjálfsmark (2.), 2-0 Cristian Tanase (12.), 3-0 Pantelis Kapetanos (16.), 3-1 Luigi Vitale (44.), 3-2 Marek Hamsík (73.), 3-3 Edison Cavani (90.+8)Utrecht-Liverpool 0-0L-riðill CSKA Sofia-FC Porto 0-1 0-1 Falcao (16.)Rapid Vín-Besiktas 1-2 Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Manchester City og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í stórleik kvöldsins í Evrópudeildinni en leikið var í Manchester. Íslendingaliðin AZ Alkmaar og OB töpuðu bæði í kvöld en Kolbeinn Sigþórsson náði að minnka muninn fyrir AZ í lok leiksins. Juventus komst yfir í upphafi leiks á móti Manchester City og varði síðan stigið í seinni hálfleiknum eftir að City-liðið náði að jafna fyrir hálfleik. Það munaði þó engu að Ítalirnir stælu sigrinum í lokin þegar Alessandro Del Piero átti skot beint úr aukaspyrnu í slánna og niður á línuna. Vincenzo Iaquinta kom Juventus í 1-0 strax á 11. mínútu eftir að hafa fengið boltinn út á kanti og skorað með skoti af löngu færi sem hafði viðkomu í Kolo Touré varnarmanni Manchester City. Adam Johnson jafnaði leikinn á 37. mínútu eftir að Yaya Touré las flott hlaup hans og sendi lúmska sendingu í gegnum vörnina. Alex Manninger var illa staðsettur og gat lítið gert við því þegar Johnson skoraði. Manchester City er á toppnum í A-riðli með 4 stig eins og pólska liðið Lech Poznan en Pólverjarnir fylgdu á eftir jafntefli á útivelli á móti Juventus með því að vinna 2-0 sigur á RB Salzburg í gær. Hvít-Rússarnir í BATE Borisov halda áfram að fara illa með Íslendinga en í kvöld unnu þeir 4-1 sigur á Íslendingaliðinu AZ Alkmaar. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í þriggja manna framlínu AZ og náði Kolbeinn að minnka muninn undir lokin. Stuttgart er með fullt hús í H-riðli eftir útisigur á Rúriki Gíslasyni og félögum í danska liðinu OB. Rúrik spilaði fyrstu 70 mínúturnar í 1-2 tapi en þýska liðið komst í 1-0 aðeins tveimur mínútum eftir að íslenski landsliðsmaðurinn var tekinn útaf. Zdravko Kuzmanovic skoraði markið fyrir Stuttgart, Andreas Johansson jafnaði fyrir OB sex mínútum síðar en Martin Harnik skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Það eru alls sjö lið með fullt hús eftir tvo fyrstu leikina. FC Porto og Besiktas eru með 6 stig í L-riðli, Paris Saint-Germain FC er með 6 stig í J-riðli, FC Zenit St. Petersburg er með fullt hús í G-riðli alveg eins og CSKA Moskva í F-riðli og Sporting Lissabon í C-riðli.Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld: A-riðillLech Poznan-RB Salzburg 2-0 1-0 Manuel Arboleda (47.), 2-0 Slawomir Peszko (80.) Manchester City-Juventus 1-1 0-1 Vincenzo Iaquinta (11.), 1-1 Adam Johnson (37.) B-riðillRosenborg-Aris Saloniki 2-1 1-0 Morten Moldskred (37.), 1-1 Carlos Ruiz (43.), 2-1 Rade Prica /58.)Atlético Madrid-Bayer Leverkusen 1-1 0-1 Eren Derdiyok (40.), 1-1 Simão Sabrosa (51.) C-riðillGent-Lille 1-1Sporting Lisabon-Levski Sofia 5-0 1-0 Daniel Carriço (30.), 2-0 Maniche (43.), 3-0 Diogo Salomão (53.), 4-0 Hélder Postiga (61.), 5-0 Matías Fernández (79.)D-riðill PAOK-Dinamo Zagreb 1-0 Villarreal-Club Brugge 2-1 1-0 Giuseppe Rossi (41.), 1-1 Ryan Donk (45.), 2-1 Javier Gonzalo Rodriguez (56.)E-riðillBATE Borisov-AZ Alkmaar 4-1 1-0 Vitaliy Rodionov (5.), 2-0 Artem Kontsevoj (49.), 3-0 Renan Bressan (77.), 4-0 Edgar Olekhnovich (83.). 4-1 Kolbeinn Sigþórsson (89.). Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ. Jóhann fór útaf á 68. mínútu.Sheriff Tiraspol-Dynamo Kiev 2-0F-riðill CSKA Moskva-Sparta Prag 3-0 Palermo-Lausanne 1-0 G-riðillHajduk Split-Anderlecht 1-0 1-0 Ante Vukusic (90.+5)Zenit-AEK 4-2 H-riðillOB-Stuttgart 1-2 0-1 Zdravko Kuzmanovic (72.), 1-1 Andreas Johansson (78.), 1-2 Martin Harnik (86.). Rúrik Gíslason lék fyrstu 70 mínúturnar og fór útaf í stöðunni 0-0.Young Boys-Getafe 2-0I-riðillMetalist Kharkiv-PSV 0-2 0-1 Balazs Dzsudzsak (27.), 0-2 Marcus Berg (30.)Sampdoria-Debreceni Vasutas 1-0 1-0 Giampaolo Pazzini (18.)J-riðillBorussia Dortmund-Sevilla 0-1 0-1 Luca Cigarini (45.)PSG-Karpaty Lviv 2-0K-riðillSteaua Búkarest-Napoli 3-3 1-0 Sjálfsmark (2.), 2-0 Cristian Tanase (12.), 3-0 Pantelis Kapetanos (16.), 3-1 Luigi Vitale (44.), 3-2 Marek Hamsík (73.), 3-3 Edison Cavani (90.+8)Utrecht-Liverpool 0-0L-riðill CSKA Sofia-FC Porto 0-1 0-1 Falcao (16.)Rapid Vín-Besiktas 1-2
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira