Bayern München komst upp að hlið Bayern Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni með 1-3 sigri gegn meisturum Wolfsburg í dag.
Þetta var áttundi sigurleikur Bæjara í röð en liðið hefur nú ekki tapað í deildinni síðan í september. Arjen Robben, Daniel van Buyten og Franck Ribery skoruðu mörk Bæjara en Grafite skoraði fyrir Wolfsburg.
Bayern Leverkusen varð hins vegar að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Bochum og eru Leverkusen og Bayern München sem segir efst og jöfn í deildinni með 45 stig eftir 21 leik en Schalke kemur næst með 42 stig.