Lífið

Holloway í M:I 4

Sérstakur hópur
Michael Nyqist sem lék Blomkvist í Stieg Larsson-myndunum mun leika í Mission: Impossible-mynd númer fjögur ásamt Josh Holloway. Leikstjóri verður Brad Bird, frægastur fyrir teiknimyndir sínar.
Sérstakur hópur Michael Nyqist sem lék Blomkvist í Stieg Larsson-myndunum mun leika í Mission: Impossible-mynd númer fjögur ásamt Josh Holloway. Leikstjóri verður Brad Bird, frægastur fyrir teiknimyndir sínar.

Josh Holloway, sem leikur Sawyer í Lost-þáttaröðinni, hefur samþykkt að leika í Mission: Imposs­ible-mynd númer fjögur.

Framleiðandi myndarinnar, JJ Abrams, er á fullu við að finna leikara til að leika í myndinni og hefur þegar fengið Simon Pegg, Jeremy Renner og Mikael Blomkvist-leikarann Michael Nyqist til að vera með í myndinn. Sem þýðir að Stieg Larsson-stjörnurnar tvær hafa uppskorið laun erfiðsins því Noomi Rapace, Lisbeth Salander sjálf, hefur samþykkt að leika í Sherlock Holmes tvö.

Tom Cruise og Wing Rhames verða á sínum stað en leikstjóri myndarinnar verður Brad Bird. Sem kemur kannski eilítið á óvart. Því þótt Bird hafi hlotið tvo Óskara eru eflaust ekki margir sem þekkja til hans. Bird er nefnilega maðurinn á bak við margar af skemmtilegustu teiknimyndum síðustu ára og nægir þar að nefna The Incredibles og Ratataouille.

Josh Holloway hefur ekki leikið í neinu af viti frá því að Lost-ser­ían rann sitt skeið. Holloway hefur hins vegar verið vinsæll meðal kvenfólksins og því ljóst að það gæti verið jafnt kynjahlutfall í bíóhúsum þegar Mission:Impossible 4 verður frumsýnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×