Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 26. apríl 2010 23:28 Fannar Þór Friðgeirsson. Mynd/Vilhelm Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Það var fín mæting á Hlíðarenda í kvöld en það voru þó mörg sæti laus í höllinni. Akureyringar mættu grimmir til leiks líkt og heimamenn en það var hart barist allan leikinn. Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, þurfti til að mynda að yfirgefa völlinn snemma leiks en hann fékk skurð í andlit eftir slagsmál í vörninni. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og Elvar Friðriksson kom sterkur inn í lið heimamanna. Fannar Þór var svo kominn aftur út á völl í síðari hálfleik eftir að hafa fengið læknisaðstoð í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri spiluðu góða vörn eins og svo oft áður en í sókninni voru þeir Heimir Örn Árnason og Oddur Gretarsson atkvæða miklir. Heimamenn leiddu í hálfleik með einu marki, staðan 14-15. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum allt þar til á lokasekúndu leiksins. Valsmenn voru einum marki yfir er tæp mínútar var eftir af leiknum en gestirnir áttu boltann. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyris, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Þeirra plan gekk fullkomnlega upp og tryggði Jónatan Þór Magnússon sínum mönnum framlengingu en Jónatan sem er á leið erlendis spilaði sinn síðasta leik fyrir Akureyri í kvöld, allavega í bili. Staðan var 26-26 eftir klukkutíma leik. Það er óhætt að segja að framlengingin hafi verið Valsmanna. Þeir kláruðu dæmið sannfærandi með þá Fannar Þór Friðgeirsson og Hlyn Morthens í aðalhlutverki. Fannar Þór skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í framlengingunni og Hlynur lokaði markinu í orðsins fyllstu merkingu því gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni. Lokatölur sem fyrr segir 30-26 og Valsmenn mæta Haukum í slagnum um bikarinn eftirsótta.Valur-Akureyri 30-26 (14-15) (26-26 eftir 60 mín.) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin. Það var fín mæting á Hlíðarenda í kvöld en það voru þó mörg sæti laus í höllinni. Akureyringar mættu grimmir til leiks líkt og heimamenn en það var hart barist allan leikinn. Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Vals, þurfti til að mynda að yfirgefa völlinn snemma leiks en hann fékk skurð í andlit eftir slagsmál í vörninni. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og Elvar Friðriksson kom sterkur inn í lið heimamanna. Fannar Þór var svo kominn aftur út á völl í síðari hálfleik eftir að hafa fengið læknisaðstoð í hálfleik. Gestirnir frá Akureyri spiluðu góða vörn eins og svo oft áður en í sókninni voru þeir Heimir Örn Árnason og Oddur Gretarsson atkvæða miklir. Heimamenn leiddu í hálfleik með einu marki, staðan 14-15. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum allt þar til á lokasekúndu leiksins. Valsmenn voru einum marki yfir er tæp mínútar var eftir af leiknum en gestirnir áttu boltann. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyris, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum. Þeirra plan gekk fullkomnlega upp og tryggði Jónatan Þór Magnússon sínum mönnum framlengingu en Jónatan sem er á leið erlendis spilaði sinn síðasta leik fyrir Akureyri í kvöld, allavega í bili. Staðan var 26-26 eftir klukkutíma leik. Það er óhætt að segja að framlengingin hafi verið Valsmanna. Þeir kláruðu dæmið sannfærandi með þá Fannar Þór Friðgeirsson og Hlyn Morthens í aðalhlutverki. Fannar Þór skoraði þrjú af fjórum mörkum Vals í framlengingunni og Hlynur lokaði markinu í orðsins fyllstu merkingu því gestirnir skoruðu ekki mark í framlengingunni. Lokatölur sem fyrr segir 30-26 og Valsmenn mæta Haukum í slagnum um bikarinn eftirsótta.Valur-Akureyri 30-26 (14-15) (26-26 eftir 60 mín.) Mörk Vals (skot): Elvar Friðriksson 8 (15/1), Fannar Þór Friðgeirsson 7/1 (17/1), Arnór Þór Gunnarsson 7/4 (12/6), Sigfús Páll Sigurðsson 3 (5), Jón Björgvin Pétursson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Gunnar Ingi Jóhannsson 1 (1), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Sigurður Eggertsson 1 (7). Varin skot: Hlynur Morthens 19 skot varin. Ingvar Guðmundsson 2 varin víti. Hraðaupphlaup: 6 (Arnór, Gunnar, Jón, Baldvin, Elvar, Orri) Fiskuð víti: 8 (Sigfús Páll 3, Orri 2, Sigurður 2, Baldvin) Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/5 (10/6), Heimir Örn Árnason 6 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Jónatan Þór Magnússon 2 (7/1), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Geir Guðmundsson 1 (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 1 skot varið. Hafþór Einarsson 15/3 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Oddur, Árni) Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Heimir 2, Oddur, Hreinn) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira