Júlía Margrét Alexandersdóttir: Óþægilegar áskoranir Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 19. apríl 2010 06:00 Joan Craword var þekkt amerísk leikkona um miðja síðustu öld, þrisvar tilnefnd til Óskarsverðlauna, fjórum sinnum gift, og ættleiddi jafnmörg börn og hjónaböndin voru, háttalag sem virðist ekki síður henta líðandi stund í Hollywood. Úr fjarlægð, og jafnvel nálægð, virtist líf Joan með börnunum vænt og gott. Joan fékk hringekju og trúða í stór garðafmæli, talaði fjálglega um bestu stundir dagsins - með börnunum á kvöldin - og lét amerískt sjónvarp mynda sig heima við, mærðarleg sem móðir jörð á svip, með börnin í kringum sig. Það var því nokkuð áfall og vakti mikil viðbrögð þegar dóttir hennar, Christina Crawford, gaf út bók árið 1978, þar sem hún rekur hvernig móðir hennar beitti hana og bróður hennar alvarlegu líkamlegu og andlegu ofbeldi alla þeirra æsku. Viðbrögð margra vina og aðstandenda Joan voru þau að útiloka að Christina gæti verið að segja satt. Marlene Dietrich, Cesar Romeri, Van Johnson og fleiri stjörnur þessa tíma sögðu að ofbeldi hefði aldrei átt sér stað. Barnfóstrur, eldabuskur og starfsfólk hússins, auk einhverra samstarfsmanna Joan, svo sem Bette Davis, studdu hins vegar frásögn Christinu og fræg kvikmynd var gerð eftir bókinni, Mommie dearest, árið 1980. Christina er ekki fyrsta né síðasta fórnarlamb ofbeldis, sem lendir í því að vera ekki trúað. Slíkt gerist oftar en ekki, sérstaklega þegar gerendur njóta velgengni í starfi og koma vel fyrir út á við. Það er oft erfiðast að taka til heima hjá sér, og auk heldur fljótlegast að blása burt því óskemmtilega. Mér varð hugsað til Christinu þegar ég skoðaði fjölda þeirra sem hafa skráð sig í hópinn „Segjum nei við ofbeldi gegn konum" á Facebook (meðlimafjöldi telur yfir 4000) og hversu fyrirhafnarlítið það er að vera góður úr fjarlægð. Það er lítið hlass að lyfta að skrifa sig á hvers kyns undirskriftarlista og gerast meðlimur í „Nei-grúppum", mun auðveldara en takast á við ómjúklega áskorun. Mesta áskorunin í baráttunni gegn ofbeldi, og alvöru tækifæri til að breyta heiminum, er þegar ofbeldi uppgötvast í manns eigin ranni. Þegar upp kemst að sonur, bróðir, vinnufélagi eða vinur, hefur beitt ofbeldi. Þá fyrst rennur manns raunverulega ákall upp og maður fær ábúðarfullt tækifæri til að vinna gegn ofbeldi, fordæma það, styðja þolendur þess og fá hjálp handa gerendum. Þetta er enginn þykjustuleikur, enginn takki sem hægt er að smella á sem á stendur „join group" heldur gamanlaus og erfið vinna. Vert er að hafa í huga að þessi áskorun getur runnið upp hvenær sem er og gerandinn getur verið sá sem þér þykir vænst um. Ert þú tilbúinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun
Joan Craword var þekkt amerísk leikkona um miðja síðustu öld, þrisvar tilnefnd til Óskarsverðlauna, fjórum sinnum gift, og ættleiddi jafnmörg börn og hjónaböndin voru, háttalag sem virðist ekki síður henta líðandi stund í Hollywood. Úr fjarlægð, og jafnvel nálægð, virtist líf Joan með börnunum vænt og gott. Joan fékk hringekju og trúða í stór garðafmæli, talaði fjálglega um bestu stundir dagsins - með börnunum á kvöldin - og lét amerískt sjónvarp mynda sig heima við, mærðarleg sem móðir jörð á svip, með börnin í kringum sig. Það var því nokkuð áfall og vakti mikil viðbrögð þegar dóttir hennar, Christina Crawford, gaf út bók árið 1978, þar sem hún rekur hvernig móðir hennar beitti hana og bróður hennar alvarlegu líkamlegu og andlegu ofbeldi alla þeirra æsku. Viðbrögð margra vina og aðstandenda Joan voru þau að útiloka að Christina gæti verið að segja satt. Marlene Dietrich, Cesar Romeri, Van Johnson og fleiri stjörnur þessa tíma sögðu að ofbeldi hefði aldrei átt sér stað. Barnfóstrur, eldabuskur og starfsfólk hússins, auk einhverra samstarfsmanna Joan, svo sem Bette Davis, studdu hins vegar frásögn Christinu og fræg kvikmynd var gerð eftir bókinni, Mommie dearest, árið 1980. Christina er ekki fyrsta né síðasta fórnarlamb ofbeldis, sem lendir í því að vera ekki trúað. Slíkt gerist oftar en ekki, sérstaklega þegar gerendur njóta velgengni í starfi og koma vel fyrir út á við. Það er oft erfiðast að taka til heima hjá sér, og auk heldur fljótlegast að blása burt því óskemmtilega. Mér varð hugsað til Christinu þegar ég skoðaði fjölda þeirra sem hafa skráð sig í hópinn „Segjum nei við ofbeldi gegn konum" á Facebook (meðlimafjöldi telur yfir 4000) og hversu fyrirhafnarlítið það er að vera góður úr fjarlægð. Það er lítið hlass að lyfta að skrifa sig á hvers kyns undirskriftarlista og gerast meðlimur í „Nei-grúppum", mun auðveldara en takast á við ómjúklega áskorun. Mesta áskorunin í baráttunni gegn ofbeldi, og alvöru tækifæri til að breyta heiminum, er þegar ofbeldi uppgötvast í manns eigin ranni. Þegar upp kemst að sonur, bróðir, vinnufélagi eða vinur, hefur beitt ofbeldi. Þá fyrst rennur manns raunverulega ákall upp og maður fær ábúðarfullt tækifæri til að vinna gegn ofbeldi, fordæma það, styðja þolendur þess og fá hjálp handa gerendum. Þetta er enginn þykjustuleikur, enginn takki sem hægt er að smella á sem á stendur „join group" heldur gamanlaus og erfið vinna. Vert er að hafa í huga að þessi áskorun getur runnið upp hvenær sem er og gerandinn getur verið sá sem þér þykir vænst um. Ert þú tilbúinn?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun