Björn Þór Sigbjörnsson: Grætt á jarðhita 18. maí 2010 09:19 Ofsafengin viðbrögð nokkurra stjórnmálamanna við kaupum Magma Energy á HS Orku komu ekki á óvart. En eins og gildir um svo margt sem sagt er á vettvangi stjórnmálanna virðast þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þeim er ætlað að sefa tiltekna hópa. Engin ástæða er að ætla að menn meini það bókstaflega þegar þeir segja að ríkið eigi að reiða fram meira en þrjátíu milljarða króna til að eignast HS Orku. En sé það raunin væri gagnlegt að þeir tiltækju hvaðan peningarnir eiga að koma og hvaða opinberu verkefni eiga að sitja á hakanum í staðinn.Viðskiptin með HS Orku mörkuðu engin sérstök kaflaskil í sögu lands og þjóðar. Slík skil urðu við sölu ríkisins á hlut í fyrirtækinu til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Auðvitað má enn þá gráta það að Alþingi hafi búið svo um hnútana að hægt var að selja þennan tiltekna hlut einkaaðilum, en að skáka í skjóli þjóðernis eigandans er í besta falli skrum. Það er líka einkennilegt að þeir sem hæst láta nú hafi ekki fyrir löngu beitt sér fyrir lagasetningu sem hamlaði frekari viðskiptum með hlutabréf í tilteknum fyrirtækjum. Nema það hafi verið reynt án árangurs!Látið er eins og nýr eigandi HS Orku sé skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Það er rétt svo langt sem nær en þeir sem nota það orð vilja augljóslega tortryggja eignarhaldið. Gefið er í skyn að þarna fari óprúttnir útlendingar í dulargervi sem hafi illt eitt í huga. Áhættufjárfestar og vogunarsjóðir koma upp í hugann. Staðreyndin er hins vegar sú að HS Orka er nú í eigu kanadísks fyrirtækis sem er sérhæft á sviði jarðhitanýtingar.Magma Energy eignaðist ekki auðlindir á Íslandi. HS Orka á engar slíkar. Hins vegar hefur fyrirtækið rétt á að nýta auðlindir til orkuvinnslu í 65 ár. Það er of langur tími og vonandi auðnast mönnum að breyta lögum og semja upp á nýtt um styttri samningstíma.Látið er að því liggja að mál stæðu öðru vísi ef í stjórnarskrá væri kveðið á um að náttúruauðlindirnar væru sameign þjóðarinnar. Slíkt ákvæði hefði ekkert með nýtingarrétt að gera. Eftir sem áður væri hægt að leigja hann öðrum, væntanlega útlendingum sem Íslendingum.Stærsti viðskiptavinur HS Orku er Norðurál í Hvalfirði. Hugsanlegt er að kvöldmaturinn hafi staðið í forsvarsmönnum þess fyrirtækis þegar þeir heyrðu forstjóra Magma lýsa því yfir að orkuverð til álfyrirtækja á Íslandi væri of lágt og að þau gætu vel greitt hærra verð. Þessi skoðun forstjórans rímar vel við íslenskt almenningsálit. Hugsanlegt er að til verði ný viðmið um orkuverð til álfyrirtækja sem bæði Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun gætu notið góðs af.Öllum er ljóst að Magma er ekki hingað komið til að framleiða rafmagn í góðgerðaskyni. Fyrirtækið ætlar að græða. Það ætlar að greiða upp hlutafjárkaupin og hagnast að auki á starfseminni. Og þar stendur sjálfsagt hnífurinn í kúnni. Gróði er á góðri leið með að verða bannvara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ofsafengin viðbrögð nokkurra stjórnmálamanna við kaupum Magma Energy á HS Orku komu ekki á óvart. En eins og gildir um svo margt sem sagt er á vettvangi stjórnmálanna virðast þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þeim er ætlað að sefa tiltekna hópa. Engin ástæða er að ætla að menn meini það bókstaflega þegar þeir segja að ríkið eigi að reiða fram meira en þrjátíu milljarða króna til að eignast HS Orku. En sé það raunin væri gagnlegt að þeir tiltækju hvaðan peningarnir eiga að koma og hvaða opinberu verkefni eiga að sitja á hakanum í staðinn.Viðskiptin með HS Orku mörkuðu engin sérstök kaflaskil í sögu lands og þjóðar. Slík skil urðu við sölu ríkisins á hlut í fyrirtækinu til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Auðvitað má enn þá gráta það að Alþingi hafi búið svo um hnútana að hægt var að selja þennan tiltekna hlut einkaaðilum, en að skáka í skjóli þjóðernis eigandans er í besta falli skrum. Það er líka einkennilegt að þeir sem hæst láta nú hafi ekki fyrir löngu beitt sér fyrir lagasetningu sem hamlaði frekari viðskiptum með hlutabréf í tilteknum fyrirtækjum. Nema það hafi verið reynt án árangurs!Látið er eins og nýr eigandi HS Orku sé skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Það er rétt svo langt sem nær en þeir sem nota það orð vilja augljóslega tortryggja eignarhaldið. Gefið er í skyn að þarna fari óprúttnir útlendingar í dulargervi sem hafi illt eitt í huga. Áhættufjárfestar og vogunarsjóðir koma upp í hugann. Staðreyndin er hins vegar sú að HS Orka er nú í eigu kanadísks fyrirtækis sem er sérhæft á sviði jarðhitanýtingar.Magma Energy eignaðist ekki auðlindir á Íslandi. HS Orka á engar slíkar. Hins vegar hefur fyrirtækið rétt á að nýta auðlindir til orkuvinnslu í 65 ár. Það er of langur tími og vonandi auðnast mönnum að breyta lögum og semja upp á nýtt um styttri samningstíma.Látið er að því liggja að mál stæðu öðru vísi ef í stjórnarskrá væri kveðið á um að náttúruauðlindirnar væru sameign þjóðarinnar. Slíkt ákvæði hefði ekkert með nýtingarrétt að gera. Eftir sem áður væri hægt að leigja hann öðrum, væntanlega útlendingum sem Íslendingum.Stærsti viðskiptavinur HS Orku er Norðurál í Hvalfirði. Hugsanlegt er að kvöldmaturinn hafi staðið í forsvarsmönnum þess fyrirtækis þegar þeir heyrðu forstjóra Magma lýsa því yfir að orkuverð til álfyrirtækja á Íslandi væri of lágt og að þau gætu vel greitt hærra verð. Þessi skoðun forstjórans rímar vel við íslenskt almenningsálit. Hugsanlegt er að til verði ný viðmið um orkuverð til álfyrirtækja sem bæði Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun gætu notið góðs af.Öllum er ljóst að Magma er ekki hingað komið til að framleiða rafmagn í góðgerðaskyni. Fyrirtækið ætlar að græða. Það ætlar að greiða upp hlutafjárkaupin og hagnast að auki á starfseminni. Og þar stendur sjálfsagt hnífurinn í kúnni. Gróði er á góðri leið með að verða bannvara á Íslandi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun