Breiðablik mun spila gegn norska liðinu Aalesund í 3. umferð Evrópudeildar UEFA takist liðinu að slá út skoska liðið Motherwell.
Blikar standa þokkalega að vígi eftir fyrri leikinn ytra sem endaði með 1-0 sigri Motherwell.
KR hefur nánast lokið keppni í Evrópudeildinni en vinni liðið kraftaverkasigur í Úrkraínu mun KR leika gegn liði frá Tékklandi eða Georgíu í 3. umferðinni.