Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 9,33 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma féll gengi bréfa hins færeyska Eik banka um 6,82 prósent.
Gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 1,26 prósent á sama tíma og Færeyjabanka um 0,38 prósent.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,51 prósent og stendur hún í 824,11 stigum.