Webber: Red Bull þarf að gera betur 30. apríl 2010 10:10 Mark Webber íbyggin á svip þegar hann tók þátt í mótinu í Kína á dögunum. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber telur að Red Bull liðið sem hann ekur hjá þurfi að taka til hendinnni í mótum sem framundan eru. Hann var meðal gesta á opnun breyttrar Silverstone brautar í gær. "Það gæti tekið eina mótshelgi að ná betri stöðu. Stigakerfið er þannig að staðan breytist fljótt. Í fyrra var miðhluti meistarmótsins mér í hag og það er það sem ég lít á, en með annarri niðurstöðu. Það skiptir miklu máli að sýna stöðugleika. Það geta allir skrifað ritgerð um hvað má betur fara í fyrstu fjórum mótunum. Það er ekkert lið sem keppti í fyrstu mótunum sem er með allt á hreinu. Við þurfum að skoða ýmsa hluti og lagfæra þá", sagði Webber í spjalli á autosport.com. Keppt var utan Evrópu í fyrstu mótunum, í Barein, Ástralíu, Malasíu og Kína. Næsta mót er í Barcelona og það er upphaf einskonar Evrópusyrpu, sem er þægilegra fyrir keppnisliðin þar sem ferðast þarf um styttri veg frá bækistöðvum liða, sem flest eru í Englandi. Webber skoðaði nýja útfærslu Silverstone brautarinnar í gær og telur hana henta Red Bull bílnum. "Það eru allar brautir góðar fyrir okkur, nema að gaurinn þarna uppi skrúfi frá slöngnni annað slagið", sagði Webber og vitnaði með þessum orðum í vatnsveðrið sem hefur verið í sumum mótum á þessu ári. "Bílar okkar eru fljótir alls staðar, en við verðum bara að skila okkur betur áfram á sunnudögum. Þeir sem hafa náð hagstæðum úrslitum hafa átt það skilið, eins og Jenson Button. Ég held að titilslagurinn verði harður næstu vikurnar og stöðugleikinn mun ráða miklu", sagði Webber og hann telur McLaren, Ferrari og Mercedes helstu keppinauta Red Bull. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber telur að Red Bull liðið sem hann ekur hjá þurfi að taka til hendinnni í mótum sem framundan eru. Hann var meðal gesta á opnun breyttrar Silverstone brautar í gær. "Það gæti tekið eina mótshelgi að ná betri stöðu. Stigakerfið er þannig að staðan breytist fljótt. Í fyrra var miðhluti meistarmótsins mér í hag og það er það sem ég lít á, en með annarri niðurstöðu. Það skiptir miklu máli að sýna stöðugleika. Það geta allir skrifað ritgerð um hvað má betur fara í fyrstu fjórum mótunum. Það er ekkert lið sem keppti í fyrstu mótunum sem er með allt á hreinu. Við þurfum að skoða ýmsa hluti og lagfæra þá", sagði Webber í spjalli á autosport.com. Keppt var utan Evrópu í fyrstu mótunum, í Barein, Ástralíu, Malasíu og Kína. Næsta mót er í Barcelona og það er upphaf einskonar Evrópusyrpu, sem er þægilegra fyrir keppnisliðin þar sem ferðast þarf um styttri veg frá bækistöðvum liða, sem flest eru í Englandi. Webber skoðaði nýja útfærslu Silverstone brautarinnar í gær og telur hana henta Red Bull bílnum. "Það eru allar brautir góðar fyrir okkur, nema að gaurinn þarna uppi skrúfi frá slöngnni annað slagið", sagði Webber og vitnaði með þessum orðum í vatnsveðrið sem hefur verið í sumum mótum á þessu ári. "Bílar okkar eru fljótir alls staðar, en við verðum bara að skila okkur betur áfram á sunnudögum. Þeir sem hafa náð hagstæðum úrslitum hafa átt það skilið, eins og Jenson Button. Ég held að titilslagurinn verði harður næstu vikurnar og stöðugleikinn mun ráða miklu", sagði Webber og hann telur McLaren, Ferrari og Mercedes helstu keppinauta Red Bull.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira