Lífið

Dýrkar Star Wars-myndirnar

Tattúveraður Leikarinn Dominic Monaghan er kominn með stórt húðflúr á vinstri hönd. 
nordicphotos/getty
Tattúveraður Leikarinn Dominic Monaghan er kominn með stórt húðflúr á vinstri hönd. nordicphotos/getty

Leikarinn Dominic Monaghan, sem lék meðal annars í Lord of The Rings og í sjónvarpsþættinum Lost, skartar nú stærðarinnar húðflúri á vinstri hendi. Húðflúrið er setning úr kvikmyndinni Star Wars og segir á ensku Luminous Beings Are We, Not This Crude Matter, setning sem hinn alvitri Yoda sagði eitt sinn.

„Ég er mikill Star Wars aðdáandi og eftir að hafa séð kvikmyndirnar langaði mig að verða leikari," sagði leikarinn þegar hann var inntur eftir því af hverju þessi setning hefði orðið fyrir valinu. „Ég er hrifinn af þeirri hugmynd að líkami okkar sé aðeins skel utan um eitthvað annað og betra. Þessi setning mun minna mig á það að þessi líkami sé skel sem verndar það sem skiptir raunverulegu máli og það er innihaldið sjálft."

Leikarinn var að eigin sögn mjög hrifinn af húðflúrinu, sem er í þrívídd því svo virðist sem stafirnir séu að koma út úr handleggnum. „Þetta er mjög flott, ég er afskaplega hrifinn."

Nýlega lék Monaghan á móti Megan Fox í tónlistarmyndbandi fyrir lag rapparans Eminem, Love the way you lie, en bæði lagið og myndbandið hafa vakið mikla athygli vestanhafs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×