Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. september 2024 15:26 Hera Björk þegar hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í fyrra. Vísir/Hulda Margrét RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara. Áður hafði komið fram í tilkynningu frá RÚV í síðustu viku að ekki hefði verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 yrði valið. Var það í sömu tilkynningu og tilkynnt var að Ísland myndi sannarlega taka þátt í keppninni, eftir að RÚV hafði frestað ákvörðun um að taka þátt. Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Skoða að breyta fyrirkomulagi við val á sigurvegara „Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður keppa tíu lög hér heima. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV, tekur til umfjöllunar.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að til standi að gera breytingar á keppninni með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari dagskrárgerð. Einnig sé verið að skoða breyttar útfærslur á vali á sigurlaginu. Eins og flestir muna eftir reyndist hið svokallaða einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar afar umdeilt í ár eftir að í ljós kom að Bashar Muhrad hafði hlotið langflest atkvæði í keppninni allt þar til kom að einvíginu þar sem Hera Björk bar sigur úr býtum. „Þessi vinna stendur nú yfir og verður nánara fyrirkomulag keppninnar kynnt síðar. Keppnin er í sífelldri endurskoðun. Stöðugt er hugsað um hvernig hægt er að bæta keppnina svo hún verði að betri sjónvarpsviðburði og að framlag Íslands í Eurovision verði sem frambærilegast. Allskonar breytingar og nýjungar hafa orðið í sögu keppninnar sem spannar nú bráðum 40 ár. Markmiðið á hverju ári er að laða að gott tónlistarfólk, finna sterkt lag og flytjanda til þátttöku í Eurovision og gleðja fjölskyldurnar í landinu.“ Þá segir ennfremur að framleiðendur keppninnar hvetji alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin hafi mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, hafi getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks í gegnum tíðina. „Tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist, í Söngvakeppninni er fjölbreytileikanum fagnað sem fyrr. Frestur til að senda inn lag á songvakeppnin.is rennur út á miðnætti sunnudaginn 13. október.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Eurovision 2025 Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Áður hafði komið fram í tilkynningu frá RÚV í síðustu viku að ekki hefði verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 yrði valið. Var það í sömu tilkynningu og tilkynnt var að Ísland myndi sannarlega taka þátt í keppninni, eftir að RÚV hafði frestað ákvörðun um að taka þátt. Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Skoða að breyta fyrirkomulagi við val á sigurvegara „Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður keppa tíu lög hér heima. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV, tekur til umfjöllunar.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að til standi að gera breytingar á keppninni með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari dagskrárgerð. Einnig sé verið að skoða breyttar útfærslur á vali á sigurlaginu. Eins og flestir muna eftir reyndist hið svokallaða einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar afar umdeilt í ár eftir að í ljós kom að Bashar Muhrad hafði hlotið langflest atkvæði í keppninni allt þar til kom að einvíginu þar sem Hera Björk bar sigur úr býtum. „Þessi vinna stendur nú yfir og verður nánara fyrirkomulag keppninnar kynnt síðar. Keppnin er í sífelldri endurskoðun. Stöðugt er hugsað um hvernig hægt er að bæta keppnina svo hún verði að betri sjónvarpsviðburði og að framlag Íslands í Eurovision verði sem frambærilegast. Allskonar breytingar og nýjungar hafa orðið í sögu keppninnar sem spannar nú bráðum 40 ár. Markmiðið á hverju ári er að laða að gott tónlistarfólk, finna sterkt lag og flytjanda til þátttöku í Eurovision og gleðja fjölskyldurnar í landinu.“ Þá segir ennfremur að framleiðendur keppninnar hvetji alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin hafi mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, hafi getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks í gegnum tíðina. „Tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist, í Söngvakeppninni er fjölbreytileikanum fagnað sem fyrr. Frestur til að senda inn lag á songvakeppnin.is rennur út á miðnætti sunnudaginn 13. október.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Eurovision 2025 Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira