Mistök að eyða ekki meiri tíma með börnunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2024 10:30 Theodór hvetur foreldra til að eyða meiri tíma með börnunum sínum. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segir staðreyndina þá að fjölskyldur á Íslandi eyði ekki nægilega miklum tíma saman. Þetta komi fyrst og fremst niður á börnum og segir Theodór það mikil mistök af hálfu foreldra að eyða ekki meiri tíma með börnum sínum. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Theodór ljóst að andleg heilsa í samfélaginu sé ekki nægilega góð, þó hún gæti vissulega verið verri. Hann segir að samskipti innan fjölskyldunnar skipti mestu máli. Tilefnið er umræða um aukinn fjölda ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af versnandi andlegri heilsu ungmenna á Íslandi. Flóknara fjölskyldumynstur kalli á enn frekari samskipti „Það er alltof mikið af einangrun í samfélaginu. Þú getur mjög auðveldlega verið einmana innan um fullt af öðru fólki. Við erum sem samfélag ekki að tala nógu mikið saman,“ segir Theodór. Hann segir ljóst að allskyns upplýsingar dynji á foreldrum. Þær geti verið misvísandi eins og þær séu margar og það sé álag að vinna úr þeim. „Það sem við vitum er að maðurinn, tegundin okkar, hún hefur þörf fyrir samskipti við aðra einstaklinga. Við vitum líka að þegar þú ert að lifa eins og margir ungir foreldrar, fólk er í vinnu og svo þarf að fara í ræktina, svo þarf að fara að sinna vinum, sem ég er algjörlega sammála að þurfi að gera, en þá verður oft svo lítill tími eftir fyrir börnin okkar og fyrir samtal við börnin okkar.“ Nú á tíðum hafi fólk of lítinn tíma fyrir samskipti. „Og auðvitað svíður kannski að heyra þetta en ef við erum ekki að taka tíma með börnunum okkar á hverjum degi þá erum við að gera mistök,“ segir Theódór. Hann nefnir kvöldmat með fjölskyldunni sem dæmi. Flestar fjölskyldur í dag séu myndaðar í kringum stjúptengsl. Það sé flóknara mynstur en á árum áður og því þurfi að sinna samskiptunum enn betur. „Ég held það sé bara allt of mikil lausung í kjarna fjölskyldunnar og auðvitað birtist það líka í skólunum og auðvitað þarf skóli og heimili að starfa saman en þetta er fyrst og fremst vandi heima, hvað erum við að gera heima?“ Þurfum að hlúa að okkur sjálfum og hvort öðru Theodór segir að í sinni vinnu heyri hann í allskonar foreldrum, sem meðal annars bendi honum á að krakkarnir séu jafnvel á æfingu á matmálstíma. Því endi fjölskyldumeðlimir á því að borða á sitthvorum tíma, á sitthvorum stað. „Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt fyrir foreldra. En ég er að segja að lausnin sé ekkert sérlega flókin. Við þurfum að tala meira saman og vera meira saman.“ Hann segir ljóst að maðurinn sé í eðli sínu góður. Þeir krakkar sem fremji ofbeldisverk séu augljóslega á stað þar sem þeim líði ekki vel. Þá þurfi að spyrja af hverju það sé og hvernig sé hægt að breyta því. „Við erum ekki að hugsa nógu vel um hvort annað. Við erum ekki að leyfa okkur að þykja nógu vænt um hvort annað og að hluta til getur það líka verið: Þykir okkur nógu vænt um okkur sjálf? Ef ég er algjörlega öruggur með sjálfan mig þá þarf ég ekki að fara í ræktina til þess að nágranni minn viti að ég sé að fara í ræktina. Ef ég er algjörlega öruggur um sjálfan mig þá þarf ég ekki að eyða um efni fram til þess að heilla einhvern einstakling sem mér er kannski ekki sérlega vel við.“ Bítið Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Theodór ljóst að andleg heilsa í samfélaginu sé ekki nægilega góð, þó hún gæti vissulega verið verri. Hann segir að samskipti innan fjölskyldunnar skipti mestu máli. Tilefnið er umræða um aukinn fjölda ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af versnandi andlegri heilsu ungmenna á Íslandi. Flóknara fjölskyldumynstur kalli á enn frekari samskipti „Það er alltof mikið af einangrun í samfélaginu. Þú getur mjög auðveldlega verið einmana innan um fullt af öðru fólki. Við erum sem samfélag ekki að tala nógu mikið saman,“ segir Theodór. Hann segir ljóst að allskyns upplýsingar dynji á foreldrum. Þær geti verið misvísandi eins og þær séu margar og það sé álag að vinna úr þeim. „Það sem við vitum er að maðurinn, tegundin okkar, hún hefur þörf fyrir samskipti við aðra einstaklinga. Við vitum líka að þegar þú ert að lifa eins og margir ungir foreldrar, fólk er í vinnu og svo þarf að fara í ræktina, svo þarf að fara að sinna vinum, sem ég er algjörlega sammála að þurfi að gera, en þá verður oft svo lítill tími eftir fyrir börnin okkar og fyrir samtal við börnin okkar.“ Nú á tíðum hafi fólk of lítinn tíma fyrir samskipti. „Og auðvitað svíður kannski að heyra þetta en ef við erum ekki að taka tíma með börnunum okkar á hverjum degi þá erum við að gera mistök,“ segir Theódór. Hann nefnir kvöldmat með fjölskyldunni sem dæmi. Flestar fjölskyldur í dag séu myndaðar í kringum stjúptengsl. Það sé flóknara mynstur en á árum áður og því þurfi að sinna samskiptunum enn betur. „Ég held það sé bara allt of mikil lausung í kjarna fjölskyldunnar og auðvitað birtist það líka í skólunum og auðvitað þarf skóli og heimili að starfa saman en þetta er fyrst og fremst vandi heima, hvað erum við að gera heima?“ Þurfum að hlúa að okkur sjálfum og hvort öðru Theodór segir að í sinni vinnu heyri hann í allskonar foreldrum, sem meðal annars bendi honum á að krakkarnir séu jafnvel á æfingu á matmálstíma. Því endi fjölskyldumeðlimir á því að borða á sitthvorum tíma, á sitthvorum stað. „Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt fyrir foreldra. En ég er að segja að lausnin sé ekkert sérlega flókin. Við þurfum að tala meira saman og vera meira saman.“ Hann segir ljóst að maðurinn sé í eðli sínu góður. Þeir krakkar sem fremji ofbeldisverk séu augljóslega á stað þar sem þeim líði ekki vel. Þá þurfi að spyrja af hverju það sé og hvernig sé hægt að breyta því. „Við erum ekki að hugsa nógu vel um hvort annað. Við erum ekki að leyfa okkur að þykja nógu vænt um hvort annað og að hluta til getur það líka verið: Þykir okkur nógu vænt um okkur sjálf? Ef ég er algjörlega öruggur með sjálfan mig þá þarf ég ekki að fara í ræktina til þess að nágranni minn viti að ég sé að fara í ræktina. Ef ég er algjörlega öruggur um sjálfan mig þá þarf ég ekki að eyða um efni fram til þess að heilla einhvern einstakling sem mér er kannski ekki sérlega vel við.“
Bítið Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira