Púsluðu sig inn í undanúrslit þrátt fyrir hremmingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. september 2024 20:03 Þær Hrefna Guðlaugardóttir, Andrea Dan og Ágústa Dan eru fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu í hraðpúsli. aðsend Þrír Íslendingar keppa á heimsmeistaramótinu í hraðpúsli sem fram fer á Spáni. Fulltrúar okkar hafa púslað sig inn í undanúrslit þrátt fyrir hremmingar. Á myndskeiðinu sem hefst í upphafi sjónvarpsfréttarinnar sést hversu þandar taugarnar eru á mótinu sem haldið er árlega af alþjóðlega púslsambandinu. Keppt er í einstaklings-, para- og liðakeppni og tóku fulltrúar okkar þátt í öllum flokkum. „Það er gífurlegur fjöldi hérna og það er mikil stemning þegar fólk er að klára púslin sín. Það hafa verið mjög góðir tímar í keppnunum sem eru búnar og gríðarleg stemning. Já ég held að það hafi verið settir tveir bestu tímar frá upphafi í gær. Þannig þetta er búið að vera mjög mikið fjör.“ sögðu Ágústa Dan Árnadóttir og Hrefna Guðlaugardóttir. Um þrjú þúsund taka þátt frá öllum heimshornum. Sá sem sló metið púslaði 500 bita púsl á 26 mínútum. Stelpurnar eru báðar komnar áfram í næstu umferð ásamt Andreu Dan sem keppir líka á mótinu. Ágústa lenti í 75 sæti og Hrefna í því 41 og flugu þær báðar áfram í næstu umferð. „Og svo vorum við að koma út úr parakeppninni þar sem við lentum í tólfta sæti af 180 liðum og erum komnar áfram í næstu umferð.“ Stelpurnar voru í tólfta sæti í parakeppninni.aðsend Undanúrslitin í einstaklingsflokki fara fram á laugardaginn og liðakeppnin á sunnudag. „Í undanúrslitum og úrslitum þá verða ný púsl sem hafa ekki verið gefin út áður þannig enginn getur verið búinn að æfa sig í því sem að er að koma.“ Hafiði lent í einhverjum hremmingum? „Já það vantaði tvo bita í púslið mitt, glænýtt púsl sem ég opnaði og það vantaði bita. Ég eyddi svona mínútu í að leita að þeim en það kom ekki að sök. Þetta gekk allt upp.“ Föndur Spánn Íslendingar erlendis Púsluspil Tengdar fréttir Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Á myndskeiðinu sem hefst í upphafi sjónvarpsfréttarinnar sést hversu þandar taugarnar eru á mótinu sem haldið er árlega af alþjóðlega púslsambandinu. Keppt er í einstaklings-, para- og liðakeppni og tóku fulltrúar okkar þátt í öllum flokkum. „Það er gífurlegur fjöldi hérna og það er mikil stemning þegar fólk er að klára púslin sín. Það hafa verið mjög góðir tímar í keppnunum sem eru búnar og gríðarleg stemning. Já ég held að það hafi verið settir tveir bestu tímar frá upphafi í gær. Þannig þetta er búið að vera mjög mikið fjör.“ sögðu Ágústa Dan Árnadóttir og Hrefna Guðlaugardóttir. Um þrjú þúsund taka þátt frá öllum heimshornum. Sá sem sló metið púslaði 500 bita púsl á 26 mínútum. Stelpurnar eru báðar komnar áfram í næstu umferð ásamt Andreu Dan sem keppir líka á mótinu. Ágústa lenti í 75 sæti og Hrefna í því 41 og flugu þær báðar áfram í næstu umferð. „Og svo vorum við að koma út úr parakeppninni þar sem við lentum í tólfta sæti af 180 liðum og erum komnar áfram í næstu umferð.“ Stelpurnar voru í tólfta sæti í parakeppninni.aðsend Undanúrslitin í einstaklingsflokki fara fram á laugardaginn og liðakeppnin á sunnudag. „Í undanúrslitum og úrslitum þá verða ný púsl sem hafa ekki verið gefin út áður þannig enginn getur verið búinn að æfa sig í því sem að er að koma.“ Hafiði lent í einhverjum hremmingum? „Já það vantaði tvo bita í púslið mitt, glænýtt púsl sem ég opnaði og það vantaði bita. Ég eyddi svona mínútu í að leita að þeim en það kom ekki að sök. Þetta gekk allt upp.“
Föndur Spánn Íslendingar erlendis Púsluspil Tengdar fréttir Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23