Handbolti

Spila um sjöunda sætið eftir skelfilegan seinni hálfleik á móti Svíum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson var enn á ný besti leikmaður íslenska liðsins.
Ólafur Guðmundsson var enn á ný besti leikmaður íslenska liðsins. Mynd/Valli

Íslenska 20 ára landsliðið tapaði 27-32 á móti Svíum í dag í kross-spili um 5.-8. sætið á Evrópumótunu í Slóvakíu sem þýðir að liðið spilar um sjöunda sætið á mótinu.

Íslenska liðið var í góðum málum framan af og með þriggja marka forskot í hálfleik, 16-13. Svíar unnu hinsvegar seinni hálfleikinn með átta marka mun, 11-19 og tryggðu sér með því leik um fimmta sætið við Frakka.

Frakkar unnu 29-23 sigur á Spánverjum í hinum krossspilsleiknum.

Ísland mætir því Spáni á morgun um sjöunda sætið og hefst leikurinn kl.18.00 að íslenskum tíma.

Mörk Íslands í leiknum: Ólafur Guðmundsson 9, Heimir Óli Heimisson 4, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Sigurður Ágústsson 2, Bjarki Elíasson 2, Oddur Grétarsson 2, Ragnar Jóhannsson 2, Aron Pálmarsson 1 og Árni Steinþórsson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×