Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2010 13:09 Gunnar er hér lengst til hægri á myndinni. Mynd/Valli Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur að við missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. Gunnar Berg fékk rauða spjaldið á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna á Vodafone-vellinum í gær fyrir að brjóta á Fannari Þór Friðgeirssyni. Dómarar mátu að um ásetningsbrot væri að ræða. Aganefnd HSÍ kom svo saman í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar Berg hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Samkvæmt þeirri skilgreiningu í reglugerð HSÍ um agamál ber að dæma Gunnar Berg í leikbann en hann neitar því alfarið að hann hafi brotið gróflega af sér. „Þetta er bara skelfilegt - algjörlega skelfilegt," sagði Gunnar Berg við Vísi. „Þetta eru reglurnar sem menn eru að fara eftir og þetta er algerlega út af kortinu. Þetta sýnir bara hvað dómarar hafa mikil áhrif á leikinn. Þeir dæmdu af okkur löglegt mark í lok fyrri hálfleiks og svo þetta." Gunnar Berg neitar því að hann hefði farið öðruvísi að hefði samskonar atvik komið upp á öðrum tímapunkti í leiknum. „Ég braut á manninum og átti örugglega skilið að fá tveggja mínútna brottvísun fyrir. En ég ætlaði ekkert að gera það grófar en venjulega. Ef ég má ekki stöðva manninn jafnvel þótt að það sé lokamínúta leiksins þá er ekki lengur verið að spila handbolta," sagði Gunnar Berg. „Ég ætlaði bara að brjóta á honum enda tel ég að það hafi verið laukrétt hjá mér að gera það á þessum tímapunkti. Ég ætlaði auðvitað aldrei að meiða hann enda gerði ég það ekki. Þetta var bara einfalt brot sem verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." „Þetta er svekkjandi fyrir mig og sevkkjandi fyrir liðið. En nú er það í hlut hinna leikmannanna að spýta í lófana og mæta enn grimmari til leiks á morgun." Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndarinnar. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur að við missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun. Gunnar Berg fékk rauða spjaldið á lokasekúndum venjulegs leiktíma í leik liðanna á Vodafone-vellinum í gær fyrir að brjóta á Fannari Þór Friðgeirssyni. Dómarar mátu að um ásetningsbrot væri að ræða. Aganefnd HSÍ kom svo saman í morgun og komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar Berg hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks." Samkvæmt þeirri skilgreiningu í reglugerð HSÍ um agamál ber að dæma Gunnar Berg í leikbann en hann neitar því alfarið að hann hafi brotið gróflega af sér. „Þetta er bara skelfilegt - algjörlega skelfilegt," sagði Gunnar Berg við Vísi. „Þetta eru reglurnar sem menn eru að fara eftir og þetta er algerlega út af kortinu. Þetta sýnir bara hvað dómarar hafa mikil áhrif á leikinn. Þeir dæmdu af okkur löglegt mark í lok fyrri hálfleiks og svo þetta." Gunnar Berg neitar því að hann hefði farið öðruvísi að hefði samskonar atvik komið upp á öðrum tímapunkti í leiknum. „Ég braut á manninum og átti örugglega skilið að fá tveggja mínútna brottvísun fyrir. En ég ætlaði ekkert að gera það grófar en venjulega. Ef ég má ekki stöðva manninn jafnvel þótt að það sé lokamínúta leiksins þá er ekki lengur verið að spila handbolta," sagði Gunnar Berg. „Ég ætlaði bara að brjóta á honum enda tel ég að það hafi verið laukrétt hjá mér að gera það á þessum tímapunkti. Ég ætlaði auðvitað aldrei að meiða hann enda gerði ég það ekki. Þetta var bara einfalt brot sem verðskuldaði ekki meira en tveggja mínútna brottvísun." „Þetta er svekkjandi fyrir mig og sevkkjandi fyrir liðið. En nú er það í hlut hinna leikmannanna að spýta í lófana og mæta enn grimmari til leiks á morgun." Ekki er hægt að áfrýja úrskurði aganefndarinnar.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Gunnar Berg í banni á morgun Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum. 7. maí 2010 12:52