Chelsea og Arsenal í góðum málum í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 20:37 Marouane Chamakh fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AP Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Marseille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Marseille byrjaði vel á Brúnni en það breyttist allt þegar John Terry kom Chelsea í 1-0 á 7. mínútu. Terry mætti þá á nærstöngina og potaði inn hornspyrnu frá Gaël Kakuta. Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Marseille handlék boltann í teignum. Spartak Moskva er líka með fullt hús í F-riðli eins og Chelsea eftir 3-0 sigur á Zilina í leik sem fór fram fyrr í dag. Brasilíumennirnir Ari (2 mörk) og Ibson sáu um markaskorunina í leiknum. Arsenal vann góðan 3-1 útisigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inn á vellinum. Markverðir beggja liða vörðu víti í leiknum. Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere en hin ungi Wilshere spilaði Rússan fríann með því að gefa boltann laglega aftur fyrir sig. Arsenal var yfir í 18 mínútur en Denilson fékk þá dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi og Cleo jafnaði leikinn fyrir af öryggi. Arsenal fékk líka víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið þegar hann slapp einn í gegn en Marko Jovanovic braut á honum og fékk rautt spjald að launum. Marouane Chamakh sá sjálfur um að koma Arsenal í 2-1 þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í slánna og Sébastien Squillaci skoraði síðan þriðja markið með skalla eftir sendingu Samir Nasri átta mínútum fyrir leikslok. Lukasz Fabianski fékk aðra tilraun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið og er þetta annar leikurinn í röð sem markverðir Arsenal verja víti. Shakhtar Donetsk er líka með fullt hús í H-riðli eins og Arsenal eftir 3-0 útisigur á Braga í Portúgal. Ángel Di María tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Auxerre eftir sendingu frá varamanninum Mesut Özil en lærisveinar Jose Mourinho þurftu að bíða í rúmar 80 mínútur eftir markinu. Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1-0 en Schweinsteiger skroaði tvö mörk í seinni hálfleik. Mounir El Hamdaoui kom Ajax yfir á móti AC Milan en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki á móti sínu gamla félagi. Fleiri urðu mörkin ekki. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld E-riðill Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schweinsteiger, víti (56.), 1-2 Bastian Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) F-riðill Chelsea-Marseille 2-01-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) G-riðill Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (37.) Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) H-riðill Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 Sébastien Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa 890.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Chelsea vann 2-0 sigur á frönsku meisturunum í Marseille þar sem bæði mörkin komu á fyrsta hálftímanum. Marseille byrjaði vel á Brúnni en það breyttist allt þegar John Terry kom Chelsea í 1-0 á 7. mínútu. Terry mætti þá á nærstöngina og potaði inn hornspyrnu frá Gaël Kakuta. Nicolas Anelka kom Chelsea í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Marseille handlék boltann í teignum. Spartak Moskva er líka með fullt hús í F-riðli eins og Chelsea eftir 3-0 sigur á Zilina í leik sem fór fram fyrr í dag. Brasilíumennirnir Ari (2 mörk) og Ibson sáu um markaskorunina í leiknum. Arsenal vann góðan 3-1 útisigur á Partizan Belgrad þar sem tvö síðustu mörkin komu eftir að liðið varð manni fleiri inn á vellinum. Markverðir beggja liða vörðu víti í leiknum. Andrei Arshavin kom Arsenal í 1-0 á 14. mínútu eftir skemmtileg þríhyrningaspil við Jack Wilshere en hin ungi Wilshere spilaði Rússan fríann með því að gefa boltann laglega aftur fyrir sig. Arsenal var yfir í 18 mínútur en Denilson fékk þá dæmt á sig klaufalegt víti fyrir hendi og Cleo jafnaði leikinn fyrir af öryggi. Arsenal fékk líka víti á 57. mínútu en Vladimir Stojkovic varði þá frá Arshavin. Marouane Chamakh fiskaði vítið þegar hann slapp einn í gegn en Marko Jovanovic braut á honum og fékk rautt spjald að launum. Marouane Chamakh sá sjálfur um að koma Arsenal í 2-1 þegar hann fylgdi eftir eigin skalla í slánna og Sébastien Squillaci skoraði síðan þriðja markið með skalla eftir sendingu Samir Nasri átta mínútum fyrir leikslok. Lukasz Fabianski fékk aðra tilraun á móti Cleo undir lokin þegar Kieran Gibbs braut af sér innan teigs en nú varði Pólverjinn vítið og er þetta annar leikurinn í röð sem markverðir Arsenal verja víti. Shakhtar Donetsk er líka með fullt hús í H-riðli eins og Arsenal eftir 3-0 útisigur á Braga í Portúgal. Ángel Di María tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Auxerre eftir sendingu frá varamanninum Mesut Özil en lærisveinar Jose Mourinho þurftu að bíða í rúmar 80 mínútur eftir markinu. Bastian Schweinsteiger sá til þess að Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Basel í Sviss. Alexander Frei kom Basel í 1-0 en Schweinsteiger skroaði tvö mörk í seinni hálfleik. Mounir El Hamdaoui kom Ajax yfir á móti AC Milan en Zlatan Ibrahimovic jafnaði leikinn með sínu fyrsta marki á móti sínu gamla félagi. Fleiri urðu mörkin ekki. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld E-riðill Basel-Bayern München 1-2 1-0 Alexander Frei (18.), 1-1 Bastian Schweinsteiger, víti (56.), 1-2 Bastian Schweinsteiger(89.) Roma -CFR Cluj 2-1 1-0 Philippe Mexes (69.), 2-0 Marco Borriello (71.), 2-1 Ionut Rada (78.) F-riðill Chelsea-Marseille 2-01-0 John Terry (7.), 2-0 Nicolas Anelka, víti (28.) Spartak Moskva-Zilina 3-0 1-0 Ari (34.), 2-0 Ari (61.), 3-0 Ibson (89.) G-riðill Ajax-AC Milan 1-1 1-0 Mounir El Hamdaoui (23.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic (37.) Auxerre-Real Madrid 0-1 0-1 Ángel Di María (81.) H-riðill Partizan-Arsenal 1-3 0-1 Andrei Arshavin (14.), 1-1 Cleo, víti (32.), 1-2 Marouane Chamakh (71.), 1-3 Sébastien Squillaci (82.) Braga-Shakhtar Donetsk 0-3 0-1 Luiz Adriano (56.), 0-2 Luiz Adriano (72.), 0-3 Douglas Costa 890.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira