Viðskipti innlent

Bakkavör hækkaði um tíu prósent á síðasta degi

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkavararbræður.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkavararbræður. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um tíu prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var síðasti dagurinn sem félagið var skráð á markað en Iceland Air tekur sæti Bakkavarar í Úrvalsvísitölunni eftir helgi.

Þá hækkaði gengi færeyska Eik banka um 2,91 prósent og Færeyjabanka um 0,63 prósent í dag.

Á sama tíma féll gengi bréfa Century Aluminum um 2,83 prósent og færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 2,27 prósent. Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 0,78 prósent.

Úrvalsvísitalan stóð óbreytt eftir daginn í 962 stigum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×