Stelpurnar okkar töpuðu með tíu marka mun í fyrsta leik 7. desember 2010 18:15 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Ole Nielsen Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppni stórmóts með tíu marka mun fyrir Króatíu í kvöld. Lokatölur urðu 25-35. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna að neðan. Ísland - Króatía 25-35 (12-19) Mörk Íslands (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6/2 (9/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (9), Karen Knútsdóttir 3 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2/2 (5/3), Arna Sif Pálsdóttir 1 (1), Rut Jónsdóttir 1 (1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (2), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 1 (10).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 5 (16/2, 31%), Berglind Íris Hansdóttir 5 (29/4, 17%).Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Hanna Guðrún 2, Karen 1).Fiskuð víti: 5 (Anna Úrsúla 3, Karen 1, Rut 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Króatíu (skot): Kristina Franic 9/6 (13/6), Lidija Horvat 6 (9), Dijana Golubic 3 (4), Andrea Penezic 3 (5), Maja Zebic 3 (5), Martina Pavic 2 (2), Dina Havic 2 (2), Miranda Tatari 2 (3), Nikica Pusic 2 (3), Andrea Seric 1 (1), Vesna Milanovic-Litre 1 (1), Nina Jukopila 1 (1), Anita Gace (1), Zana Covic (1).Varin skot: Ivana Jelcic 9/1 (22/4, 41%), Jelena Grubisic 6 (18/1, 33%).Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Golubic 2, Seric 1, Horvat 1, Franic 1, Penezic 1, Milanovic-Litre 1).Fiskuð víti: 5 (Milanovic-Litre 2, Tatari 1, Pavic 1, Horvat 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Slomo Cohen og Yoram Peretz, Ísrael. 60 mín, leik lokið: Ísland - Króatía 25-35. Tíu marka tap í fyrsta leik staðreynd. 58 mín: Staðan 24-34. Tíu marka munur þegar tvær mínútur eru eftir. 54 mín: 22-31. Löngu orðið ljóst að Króatía fer með bæði stigin úr þessum leik. Vonum bara að íslenska liðið nái eitthvað að laga stöðuna á lokamínútunum. 51 mín: 21-30. Það verður að segjast eins og er að varnarleikurinni og markvarslan hjá íslenska liðinu í kvöld hefur ollið gríðarlegum vonbrigðum. Þorgerður Anna hefur þó komið með jákvæða punkta og er komin með þrjú mörk. 49 mín: Staðan 20-29. Þorgerður Anna Atladóttir komið sterk inn og skorað tvö mörk. Efnilegur leikmaður þar á ferð. Króatía enn með leikinn algjörlega í sínum höndum. 43 mín: 17-26. Harpa Sif Eyjólfsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir eru komnar á blað. Hrafnhildur komin með eitt mark úr tíu skottilraunum. 37 mín: 13-23. Stelpurnar mega ekki hengja haus þó staðan sé orðin ansi hreint svört. Munurinn kominn í tíu mörk. 33 mín: 13-21. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fyrsta mark Íslands í seinni hálfleik. Er nú komin með þrjú mörk úr þremur skotum. 30 mín, hálfleikur: Ísland - Króatía 12-19. Fyrri hálfleik er lokið í Árósum og Króatía með vænlega forystu sem telur sjö mörk.Mörk Íslands (skot):Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3 (5) Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (2). Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3) Rakel Dögg Bragadóttir 2/2 (5/3) Arna Sif Pálsdóttir 1 (1) Rut Jónsdóttir 1 (1) Karen Knútsdóttir 1 (2) Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 0 (5)Varin skot:Íris Björk Símonardóttir 4 (13/1, 31%) Berglind Íris Hansdóttir 2 (12/1, 17%) Markahæstar hjá Króatíu:Kristina Franic 4 Andrea Penezic 3 Dijana Golubic 327 mín: Staðan 11-17, Króatía með örugga forystu. Varnarleikurinn hefur ekki verið nægilega sannfærandi hjá Íslandi og króatíska liðið er nú komið sex mörkum yfir.21 mín: 9-12. Það eru aðallega hraðaupphlaupin hjá Króatíu sem hafa verið að fara illa með íslenska liðið. Mörg mistök í sóknarleiknum sem hafa gefið Króatíu tækifæri til að skora. Einnig hefur vantað markvörslu. Hrafnhildur Skúladóttir er komin með fimm skot en ekkert mark. En það getur ýmislegt breyst... Króatía hefur verið að halda þessum 3-4 mörkum í forskot.18 mín: 7-10. Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram, og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni, eru báðar komnar á blað. Hanna með tvö mörk í röð. Íris Björk Símonardóttir er komin í markið hjá Íslandi. Varnarleikurinn verið dapur síðustu mínútur.14 mín: Staðan 4-7. Berglind Hansdóttir í markinu virðist vera að komast í gang og er komin með tvö skot varin með stuttu millibili. Fimm af mörkum Króatíu hafa komið úr hraðaupphlaupum. Anna Úrsúla komin með tvö mörk.11 mín: Fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir skoraði annað mark Íslands úr vítakasti og Anna Úrsúla minnkaði svo muninn enn frekar. Markvörður Króatíu er komin með fimm skot varin. Staðan 3-5.7 mín: Staðan orðin 1-5. Það virðist sem íslenska liðið sé yfirspennt. Flestar sóknirnar hafa farið algjörlega í vaskinn. Slæm byrjun.4 mín: Króatíska liðið svarar með tveimur mörkum og er komið yfir 1-2.2 mín: Karen Knútsdóttir kom Íslandi yfir 1-0. Sögulegt mark. Fyrsta mark íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti.19:15 Búið er að leika þjóðsöngvana og allt til reiðu. Það er ansi fámennt í áhorfendastúkunni en þó gríðarlega góðmennt. Það má sjá nokkra íslenska fána í stúkunni.19:08 Íslenska liðið leikur í hvítum búningum í kvöld.19:05 Af þeim þremur liðum sem eru með íslensku stelpunum í riðli er Króatía fyrirfram talið það veikasta. Svartfjallaland vann Rússland í hinum leik riðilsins áðan.19:00 Leikmenn eru nú að hita upp og einbeitingin skín úr hverju andliti. Vonandi fáum við hörkuspennandi og skemmtilegan leik, sem endar með íslenskum sigri. Íslenski handboltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum í úrslitakeppni stórmóts með tíu marka mun fyrir Króatíu í kvöld. Lokatölur urðu 25-35. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna að neðan. Ísland - Króatía 25-35 (12-19) Mörk Íslands (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6/2 (9/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (9), Karen Knútsdóttir 3 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2/2 (5/3), Arna Sif Pálsdóttir 1 (1), Rut Jónsdóttir 1 (1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (2), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 1 (10).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 5 (16/2, 31%), Berglind Íris Hansdóttir 5 (29/4, 17%).Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Hanna Guðrún 2, Karen 1).Fiskuð víti: 5 (Anna Úrsúla 3, Karen 1, Rut 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Króatíu (skot): Kristina Franic 9/6 (13/6), Lidija Horvat 6 (9), Dijana Golubic 3 (4), Andrea Penezic 3 (5), Maja Zebic 3 (5), Martina Pavic 2 (2), Dina Havic 2 (2), Miranda Tatari 2 (3), Nikica Pusic 2 (3), Andrea Seric 1 (1), Vesna Milanovic-Litre 1 (1), Nina Jukopila 1 (1), Anita Gace (1), Zana Covic (1).Varin skot: Ivana Jelcic 9/1 (22/4, 41%), Jelena Grubisic 6 (18/1, 33%).Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Golubic 2, Seric 1, Horvat 1, Franic 1, Penezic 1, Milanovic-Litre 1).Fiskuð víti: 5 (Milanovic-Litre 2, Tatari 1, Pavic 1, Horvat 1).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Slomo Cohen og Yoram Peretz, Ísrael. 60 mín, leik lokið: Ísland - Króatía 25-35. Tíu marka tap í fyrsta leik staðreynd. 58 mín: Staðan 24-34. Tíu marka munur þegar tvær mínútur eru eftir. 54 mín: 22-31. Löngu orðið ljóst að Króatía fer með bæði stigin úr þessum leik. Vonum bara að íslenska liðið nái eitthvað að laga stöðuna á lokamínútunum. 51 mín: 21-30. Það verður að segjast eins og er að varnarleikurinni og markvarslan hjá íslenska liðinu í kvöld hefur ollið gríðarlegum vonbrigðum. Þorgerður Anna hefur þó komið með jákvæða punkta og er komin með þrjú mörk. 49 mín: Staðan 20-29. Þorgerður Anna Atladóttir komið sterk inn og skorað tvö mörk. Efnilegur leikmaður þar á ferð. Króatía enn með leikinn algjörlega í sínum höndum. 43 mín: 17-26. Harpa Sif Eyjólfsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir eru komnar á blað. Hrafnhildur komin með eitt mark úr tíu skottilraunum. 37 mín: 13-23. Stelpurnar mega ekki hengja haus þó staðan sé orðin ansi hreint svört. Munurinn kominn í tíu mörk. 33 mín: 13-21. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fyrsta mark Íslands í seinni hálfleik. Er nú komin með þrjú mörk úr þremur skotum. 30 mín, hálfleikur: Ísland - Króatía 12-19. Fyrri hálfleik er lokið í Árósum og Króatía með vænlega forystu sem telur sjö mörk.Mörk Íslands (skot):Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3 (5) Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (2). Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3) Rakel Dögg Bragadóttir 2/2 (5/3) Arna Sif Pálsdóttir 1 (1) Rut Jónsdóttir 1 (1) Karen Knútsdóttir 1 (2) Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 0 (5)Varin skot:Íris Björk Símonardóttir 4 (13/1, 31%) Berglind Íris Hansdóttir 2 (12/1, 17%) Markahæstar hjá Króatíu:Kristina Franic 4 Andrea Penezic 3 Dijana Golubic 327 mín: Staðan 11-17, Króatía með örugga forystu. Varnarleikurinn hefur ekki verið nægilega sannfærandi hjá Íslandi og króatíska liðið er nú komið sex mörkum yfir.21 mín: 9-12. Það eru aðallega hraðaupphlaupin hjá Króatíu sem hafa verið að fara illa með íslenska liðið. Mörg mistök í sóknarleiknum sem hafa gefið Króatíu tækifæri til að skora. Einnig hefur vantað markvörslu. Hrafnhildur Skúladóttir er komin með fimm skot en ekkert mark. En það getur ýmislegt breyst... Króatía hefur verið að halda þessum 3-4 mörkum í forskot.18 mín: 7-10. Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram, og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni, eru báðar komnar á blað. Hanna með tvö mörk í röð. Íris Björk Símonardóttir er komin í markið hjá Íslandi. Varnarleikurinn verið dapur síðustu mínútur.14 mín: Staðan 4-7. Berglind Hansdóttir í markinu virðist vera að komast í gang og er komin með tvö skot varin með stuttu millibili. Fimm af mörkum Króatíu hafa komið úr hraðaupphlaupum. Anna Úrsúla komin með tvö mörk.11 mín: Fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir skoraði annað mark Íslands úr vítakasti og Anna Úrsúla minnkaði svo muninn enn frekar. Markvörður Króatíu er komin með fimm skot varin. Staðan 3-5.7 mín: Staðan orðin 1-5. Það virðist sem íslenska liðið sé yfirspennt. Flestar sóknirnar hafa farið algjörlega í vaskinn. Slæm byrjun.4 mín: Króatíska liðið svarar með tveimur mörkum og er komið yfir 1-2.2 mín: Karen Knútsdóttir kom Íslandi yfir 1-0. Sögulegt mark. Fyrsta mark íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti.19:15 Búið er að leika þjóðsöngvana og allt til reiðu. Það er ansi fámennt í áhorfendastúkunni en þó gríðarlega góðmennt. Það má sjá nokkra íslenska fána í stúkunni.19:08 Íslenska liðið leikur í hvítum búningum í kvöld.19:05 Af þeim þremur liðum sem eru með íslensku stelpunum í riðli er Króatía fyrirfram talið það veikasta. Svartfjallaland vann Rússland í hinum leik riðilsins áðan.19:00 Leikmenn eru nú að hita upp og einbeitingin skín úr hverju andliti. Vonandi fáum við hörkuspennandi og skemmtilegan leik, sem endar með íslenskum sigri.
Íslenski handboltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Sjá meira