Ekkert mál með Beyoncé 19. ágúst 2010 08:30 Afslappaður Ásgrímur Már Friðriksson, fatahönnuður, telur ekki að Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans. Fréttablaðið/Valli „Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu má finna leggings í nýrri haustlínu fatamerkis söngkonunnar en þeim svipar mjög til leggingsbuxna sem söngkonan keypti í TopShop síðasta haust. Þær buxur voru hannaðar af Ásgrími Má fyrir íslenska tískumerkið E-label, sem hefur verið fáanlegt í verslun TopShop í London í tæpt ár. Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir, eigendur E-label, höfðu ekki tekið ákvörðun um hvort þær mundu leita réttar síns þegar Fréttablaðið ræddi við þær fyrir helgi en Ásgrímur er fremur rólegur yfir þessu. „Það gæti vel verið að hún hafi sótt innblástur til okkar, en það eru gaddar út um allt í dag," bætir fatahönnuðurinn við, sem lætur málið augljóslega ekki á sig fá. Ásgrímur Már vinnur þessa dagana að eigin fatalínu auk þess sem hann rekur verslunina Kiosk ásamt nokkrum öðrum ungum og efnilegum fatahönnuðum. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrar stórstjörnur finni innblástur hjá Ásgrími Má í framtíðinni. -sm Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu má finna leggings í nýrri haustlínu fatamerkis söngkonunnar en þeim svipar mjög til leggingsbuxna sem söngkonan keypti í TopShop síðasta haust. Þær buxur voru hannaðar af Ásgrími Má fyrir íslenska tískumerkið E-label, sem hefur verið fáanlegt í verslun TopShop í London í tæpt ár. Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir, eigendur E-label, höfðu ekki tekið ákvörðun um hvort þær mundu leita réttar síns þegar Fréttablaðið ræddi við þær fyrir helgi en Ásgrímur er fremur rólegur yfir þessu. „Það gæti vel verið að hún hafi sótt innblástur til okkar, en það eru gaddar út um allt í dag," bætir fatahönnuðurinn við, sem lætur málið augljóslega ekki á sig fá. Ásgrímur Már vinnur þessa dagana að eigin fatalínu auk þess sem hann rekur verslunina Kiosk ásamt nokkrum öðrum ungum og efnilegum fatahönnuðum. Forvitnilegt verður að sjá hvort aðrar stórstjörnur finni innblástur hjá Ásgrími Má í framtíðinni. -sm
Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira