Rooney í ham en Real Madrid úr leik Elvar Geir Magnússon skrifar 10. mars 2010 18:49 Wayne Rooney skoraði þrjú skallamörk í einvíginu gegn AC Milan. Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Manchester United - AC Milan 4-0(Samanlagt: 7-2) 1-0 Wayne Rooney (13.) 2-0 Wayne Rooney (46.) 3-0 Ji-Sung Park (56.) 4-0 Darren Fletcher (87.) David Beckham var mættur aftur á Old Trafford en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum. Hinn sjóðheiti Wayne Rooney átti fyrsta markskot leiksins á 3. mínútu. Skotið gott en boltinn rétt framhjá. Ronaldinho var síðan nálægt því að skora fyrir gestina með skalla á 8. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn því framhjá fór boltinn. Á 13. mínútu kom síðan fyrsta markið og það gerði Wayne Rooney fyrir United. Enn eitt skallamarkið frá honum en fyrirgjöfina átti Gary Neville. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiksins bætti Rooney við öðru marki United og öðru marki sínu þegar hann laumaði boltanum laglega í markið eftir sendingu Nani. Á 59. mínútu kom síðan þriðja mark Englandsmeistarana. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði eftir vel tímasetta sendingu Paul Scholes. Fimm mínútum síðar fögnuðu stuðningsmenn United aftur en að þessu sinni í tilefni þess að David Beckham kom inn sem varamaður hjá AC Milan. Það var svo Darren Fletcher sem fullkomnaði niðurlægingu AC Milan þegar hann skoraði fjórða mark United og gerði það með skalla. Úrslitin 4-0 fyrir United og samtals 7-2. Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Park, Valencia, Nani, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Obertan, Gibson, Diouf) AC Milan: Abbiati, Abate, Bonera, Thiago Silva, Jankulovski, Flamini, Pirlo, Ambrosini, Huntelaar, Borriello, Ronaldinho. (Varamenn: Dida, Gattuso, Inzaghi, Seedorf, Zambrotta, Favalli, Beckham) Dómari: Massimo Busacca (Sviss) Real Madrid - Lyon 1-1(Samanlagt: 1-2) 1-0 Cristiano Ronaldo (6.) 1-1 Miralem Pjanic (75.) Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Hann fékk þá góða sendingu frá Guti og kláraði vel. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonzalo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Staðan 1-0 í hálfleik og einvígið hnífjafnt. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði síðan Miralem Pjanic fyrir Lyon og franska liðið var komið yfir í einvíginu. Þetta mark hafði legið í loftinu enda Lyon verið sterkara í seinni hálfleiknum. Real náði ekki að bæta við marki og franska liðið fer áfram. Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Albiol, Garay, Arbeloa, Lassana Diarra, Guti, Granero, Kaka, Ronaldo, Higuain. (Varamenn: Dudek, Gago, Mahamadou Diarra, Raul, Metzelder, Van der Vaart, Mosquera) Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Govou, Makoun, Pjanic, Delgado, Lopez. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Kallstrom, Ederson, Gomis, Tafer, Gonalons) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Manchester United - AC Milan 4-0(Samanlagt: 7-2) 1-0 Wayne Rooney (13.) 2-0 Wayne Rooney (46.) 3-0 Ji-Sung Park (56.) 4-0 Darren Fletcher (87.) David Beckham var mættur aftur á Old Trafford en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum. Hinn sjóðheiti Wayne Rooney átti fyrsta markskot leiksins á 3. mínútu. Skotið gott en boltinn rétt framhjá. Ronaldinho var síðan nálægt því að skora fyrir gestina með skalla á 8. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn því framhjá fór boltinn. Á 13. mínútu kom síðan fyrsta markið og það gerði Wayne Rooney fyrir United. Enn eitt skallamarkið frá honum en fyrirgjöfina átti Gary Neville. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiksins bætti Rooney við öðru marki United og öðru marki sínu þegar hann laumaði boltanum laglega í markið eftir sendingu Nani. Á 59. mínútu kom síðan þriðja mark Englandsmeistarana. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði eftir vel tímasetta sendingu Paul Scholes. Fimm mínútum síðar fögnuðu stuðningsmenn United aftur en að þessu sinni í tilefni þess að David Beckham kom inn sem varamaður hjá AC Milan. Það var svo Darren Fletcher sem fullkomnaði niðurlægingu AC Milan þegar hann skoraði fjórða mark United og gerði það með skalla. Úrslitin 4-0 fyrir United og samtals 7-2. Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Park, Valencia, Nani, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Obertan, Gibson, Diouf) AC Milan: Abbiati, Abate, Bonera, Thiago Silva, Jankulovski, Flamini, Pirlo, Ambrosini, Huntelaar, Borriello, Ronaldinho. (Varamenn: Dida, Gattuso, Inzaghi, Seedorf, Zambrotta, Favalli, Beckham) Dómari: Massimo Busacca (Sviss) Real Madrid - Lyon 1-1(Samanlagt: 1-2) 1-0 Cristiano Ronaldo (6.) 1-1 Miralem Pjanic (75.) Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Hann fékk þá góða sendingu frá Guti og kláraði vel. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonzalo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Staðan 1-0 í hálfleik og einvígið hnífjafnt. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði síðan Miralem Pjanic fyrir Lyon og franska liðið var komið yfir í einvíginu. Þetta mark hafði legið í loftinu enda Lyon verið sterkara í seinni hálfleiknum. Real náði ekki að bæta við marki og franska liðið fer áfram. Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Albiol, Garay, Arbeloa, Lassana Diarra, Guti, Granero, Kaka, Ronaldo, Higuain. (Varamenn: Dudek, Gago, Mahamadou Diarra, Raul, Metzelder, Van der Vaart, Mosquera) Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Govou, Makoun, Pjanic, Delgado, Lopez. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Kallstrom, Ederson, Gomis, Tafer, Gonalons) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira