Allar í bæinn Gerður Kristný skrifar 25. október 2010 09:35 „Sumir karlar eru svo frábitnir öllu kvenlegu/að þeir sjá ekki einu sinni móður sína/fyrir fjallskugga föðurins" segir í ljóðinu Furða eftir skáldið Vilborgu Dagbjartsdóttur. Hún var ein þeirra sem hrundi Kvennafrídeginum af stað fyrir 35 árum og gekk fylktu liði niður á Torg í hópi stoltra kvenna til að sýna hvað vinnuframlag þeirra vóg þungt fyrir samfélagið. Það er ekki aðeins við hæfi að vitna í hana í dag, heldur líka einmitt þetta ljóð. Það er nefnilega furðan sem einkennir gjarnan jafnréttissinna. Furðan yfir að kynjamisréttið fái enn að grassera hjá siðuðum þjóðum heldur jafnréttisandanum vakandi, gerir okkur lens eitt andartak en fær okkur síðan til að benda á að ríkjandi hugsunarháttur þurfi ekki að vera eins og hann er. Íslendingar eru fámenn þjóð og við ættum að nýta okkur það til að koma hér á fót þjóðfélagi sem líður hvorki vanvirðingu í garð kvenna né karla. Í dag ber að þakka þeim kvenréttindaforkólfum sem á undan gengu og notuðu tíma sinn, gáfur og kynngi til að komandi kynslóðum biði betra líf en þeim sjálfum. Af því hef ég svo sannarlega notið góðs. Sofnum ekki á verðinum, hittumst ofan í miðbæ Reykjavíkur nú síðdegis og finnum hvað samtakamáttur kvenna er magnaður. Í ljósi þess að laun íslenskra kvenna eru enn að meðaltali um 66% af launum karla finnst mér við hæfi að hafa þennan pistil aðeins 66% af þeirri lengd sem hann er venjulega. Við sjáumst niðri á Torgi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
„Sumir karlar eru svo frábitnir öllu kvenlegu/að þeir sjá ekki einu sinni móður sína/fyrir fjallskugga föðurins" segir í ljóðinu Furða eftir skáldið Vilborgu Dagbjartsdóttur. Hún var ein þeirra sem hrundi Kvennafrídeginum af stað fyrir 35 árum og gekk fylktu liði niður á Torg í hópi stoltra kvenna til að sýna hvað vinnuframlag þeirra vóg þungt fyrir samfélagið. Það er ekki aðeins við hæfi að vitna í hana í dag, heldur líka einmitt þetta ljóð. Það er nefnilega furðan sem einkennir gjarnan jafnréttissinna. Furðan yfir að kynjamisréttið fái enn að grassera hjá siðuðum þjóðum heldur jafnréttisandanum vakandi, gerir okkur lens eitt andartak en fær okkur síðan til að benda á að ríkjandi hugsunarháttur þurfi ekki að vera eins og hann er. Íslendingar eru fámenn þjóð og við ættum að nýta okkur það til að koma hér á fót þjóðfélagi sem líður hvorki vanvirðingu í garð kvenna né karla. Í dag ber að þakka þeim kvenréttindaforkólfum sem á undan gengu og notuðu tíma sinn, gáfur og kynngi til að komandi kynslóðum biði betra líf en þeim sjálfum. Af því hef ég svo sannarlega notið góðs. Sofnum ekki á verðinum, hittumst ofan í miðbæ Reykjavíkur nú síðdegis og finnum hvað samtakamáttur kvenna er magnaður. Í ljósi þess að laun íslenskra kvenna eru enn að meðaltali um 66% af launum karla finnst mér við hæfi að hafa þennan pistil aðeins 66% af þeirri lengd sem hann er venjulega. Við sjáumst niðri á Torgi!