Handbolti

Magnus Andersson, þjálfari Austurríkis: Óvænt og ánægjulegt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnus Andersson, þjálfari Austurríkis.
Magnus Andersson, þjálfari Austurríkis. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Magnus Andersson, þjálfari Austurríkis, var ánægður með 28-23 sigur Austurríkis á Íslandi í undakeppni EM í gær en lið hans hefur fengið þrjú stig af fjórum mögulegum út úr leikjum á móti Þýskalandi og Íslandi.

„Það var mjög óvænt og ánægjulegt hversu vel við spiluðum á móti Þýskalandi og Íslandi. Ef við höldum áfram að spila svona vel þá er framtíðin björt," sagði Magnus Andersson sem tók við liðinu af Degi Sigurðssyni fyrir undankeppnina.

„Liðið er fljótt að læra og ég er mjög stoltur af hversu vel allir í liðinu unnu saman," sagði Andersson í viðtali á heimasíðu austurríska sambandsins.

„Við höfum lært það að fækka hjá okkur töpuðu boltunum. Viktor Szilagyi leiðir liðið og allir eru að berjast fyrir hvern annan. Það er gaman hjá okkur þessa stundina," sagði Patrick Fölser, línumaður Austurríks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×