Íslenska U20 ára landsliðið byrjaði vel á Evrópumótinu í gær. Það vann heimamenn í Slóvakíu örugglega 32-26 og þjálfari liðsins og besti leikmaður þess í gær sögðust vera ánægðir með leikinn.
"Þetta var mjög góður leikur og vel leikinn af báðum liðum. Slóvakar sýndi styrkleika sína vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Markmaður þeirra varði nokkrum sinnum ótrúlega," sagði Einar Guðmundsson, landsliðsþjálfari.
"Aftur á móti vorum við frekar seinir í gang. Það tók okkur smá tíma að komast í rétta gírinn. Ég er ánægður með að halda forystunni sem við náðum upp út leikinn," sagði þjálfarinn.
Árni Ólafsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu.
"Við erum ánægðir með úrslitin, af því fyrsti leikurinn í svona keppni er oft svo erfiður. Þá vissum við lítið um slóvaska liðið. Ég held að framtíðin sé björt í landinu varðandi handboltann," sagði Árni diplómatískur.
Slóvakar viðurkenndu svo að sigur Íslands væri verðskuldaður.
Næsti leikur Íslands er á morgun gegn Ísrael klukkan 12.
Íslenska U20 ára liðið byrjaði með stæl og var sátt við leikinn
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið





Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti



Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn


Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn