Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, hefur opinberað að Barcelona hafi lofað því að bjóða ekki í Cesc Fabregas í sumar.
Fabregas hefur sífellt verið orðaður við Börsunga. „Það hefur verið haldinn stjórnarfundur og við fengum fullvissu þess efnis að Barcelona ætli ekki að bjóða í Fabregas í sumar," sagði Hill-Wood.
„Þeir sögðust ekki hafa áhuga á að kaupa hann í sumar. Þeir lofuðu því að ef þeir myndu í framtíðinni hafa áhuga á honum yrði talað beint við okkur. Þeir sögðust vera ánægðir með núverandi leikmannahóp sinn."
Þessi loforð gætu þó orðið að engu í sumar þar sem forsetakosningar eru framundan hjá Barcelona.