Fótbolti

Kærasta Iker Casillas segir Ronaldo vera sjálfselskan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Carbonero.
Sara Carbonero. Mynd/AFP

Sara Carbonero, kærasta Iker Casillas, fyrirliða Real Madrid og spænska landsliðsins, ætlar að leggja það í vana að komast í fréttirnar vegna tengsla sinna við spænska landsliðsmarkvörðinn.

Sara Carbonero starfar sem sjónvarpskona og tjáði sig opinberlega um Cristiano Ronaldo á dögunum. Hún vakti heimsathygli þegar hún smellti kossi á Casillas í beinni eftir að hafa tekið viðtal við hann skömmu eftir að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í sumar.

„Ronaldo hefur alltf verið svona, sjálfselskur og alltaf að hugsa um hvað hann ætlar að gera inn á vellinum. Real Madrid keypti hann vitandi þetta," sagði Carbonero í viðtali í vinsælum spjallþætti á sjónvarpstöðinni sem hún vinnur hjá.

„Eina vandamálið er hinsvegar það að hann var keyptur fyrir 96 milljónir evra og fólk getur ekki fyrirgefið honum það þegar hann gerir mistök," sagði Sara Carbonero.

Spænskir fjölmiðlar hafa haft áhyggjur af andlegu hliðinni hjá Cristiano Ronaldo á þessu tímabili en Portúgalinn hefur ekki enn fundið netmöskvanna á þessu tímabili.

Ronaldo hélt að hann hefði skorað sigurmarkið um síðustu helgi en þegar betur var að gáð þá skaut hann í félaga sinn Pepe sem fær markið skráð á sig.

Sara Carbonero segir ekkert til í því að Ronaldo glími við vandamál utan vallar.

„Það hefur ekkert gerst fyrir hann í einkalífinu, hann er ekki þunglyndur og hefur ekki farið til sálfræðings eins hefur komið fram í einhverjum fjölmiðlum," sagði hin 25 ára gamla Sara Carbonero.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×