Komu Glitni undan tæplega 20 milljarða afskrift korteri fyrir hrun 19. apríl 2010 18:30 Fyrirtækjasvið Glitnis kom bankanum undan hátt í tuttugu milljarða króna afskrift sumarið 2008 með því að fá grunlausan bókaútgefanda til að eignast félag í eigu bankans - félag sem var með verðlausar eignir og sautján milljarða króna skuldir. Skilanefnd Glitnis rannsakar málið. Stapi fjárfestingafélag var stofnað þegar verðlausar eignir voru færðar úr Gnúpi í Glitni árið 2008. Um var að ræða hlutabréf í Mosaic Fashions og Landic Property. Ásamt umræddum eignum var skuld Gnúps við Glitni banka upp á á annan tug milljarða færð inn í Stapa. Gnúpur var stór hluthafi í FL Group en varð gjaldþrota snemma árs 2008. Glitnir leitaði síðan að kaupanda að félaginu, en með því komst bankinn hjá því að afskrifa skuldina sumarið 2008. Tómas Hermannsson, bókaútgefandi, varð fyrir valinu. Tómas sendi fréttastofu eftirfarandi skilaboð í dag: „Sumarið 2008 hafði starfsmaður fyrirtækjasviðs Glitnis samband við mig og kynnti fyrir mér viðskiptatækifæri sem fólst í yfirtöku á Stapa. Ég hafði þá um nokkurra ára skeið verið viðskiptavinur Glitnis. Án vandlegrar íhugunar gekk ég að tilboðinu. Réði þar mestu áhugi minn á frekari þátttöku í viðskiptalífinu sem ég taldi á leið upp úr öldudalnum.Tók ég mark á yfirlýsingum ráðamanna þar um. Fáum mánuðum síðar sá ég mig um hönd og leitaði leiða til að rifta viðskiptunum. Málaleitan í þá átt lauk með samningum við skilanefnd Glitnis um yfirtöku á Stapa.Vert er að taka fram að á þeim nokkru vikum sem ég annaðist um mál Stapa fjárfestingafélags voru ekki gerðar neinar hreyfingar á eignasafni þess. Ég skilaði því til bankans nákvæmlega eins og ég fékk það." Við skoðun skilanefndar Glitnis kom í ljós að eignir Stapa voru einskis virði og voru þær því metnar á 0 krónur í árslok 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Stapi skuldi Glitni rúma 17 milljarða króna, og flokkast skuldin sem áhættuskuldbinding. Þá skuld þarf að afskrifa að fullu í bókum bankans. Málið er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis, á byrjunarstigi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Líklegt er að með þessum snúningum hafi starfsmenn fyrirtækjasviðs Glitnis brotið reglur bankans, en ekki liggur fyrir hvaðan skipunin um að haga málum með þessum hætti kom. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Fyrirtækjasvið Glitnis kom bankanum undan hátt í tuttugu milljarða króna afskrift sumarið 2008 með því að fá grunlausan bókaútgefanda til að eignast félag í eigu bankans - félag sem var með verðlausar eignir og sautján milljarða króna skuldir. Skilanefnd Glitnis rannsakar málið. Stapi fjárfestingafélag var stofnað þegar verðlausar eignir voru færðar úr Gnúpi í Glitni árið 2008. Um var að ræða hlutabréf í Mosaic Fashions og Landic Property. Ásamt umræddum eignum var skuld Gnúps við Glitni banka upp á á annan tug milljarða færð inn í Stapa. Gnúpur var stór hluthafi í FL Group en varð gjaldþrota snemma árs 2008. Glitnir leitaði síðan að kaupanda að félaginu, en með því komst bankinn hjá því að afskrifa skuldina sumarið 2008. Tómas Hermannsson, bókaútgefandi, varð fyrir valinu. Tómas sendi fréttastofu eftirfarandi skilaboð í dag: „Sumarið 2008 hafði starfsmaður fyrirtækjasviðs Glitnis samband við mig og kynnti fyrir mér viðskiptatækifæri sem fólst í yfirtöku á Stapa. Ég hafði þá um nokkurra ára skeið verið viðskiptavinur Glitnis. Án vandlegrar íhugunar gekk ég að tilboðinu. Réði þar mestu áhugi minn á frekari þátttöku í viðskiptalífinu sem ég taldi á leið upp úr öldudalnum.Tók ég mark á yfirlýsingum ráðamanna þar um. Fáum mánuðum síðar sá ég mig um hönd og leitaði leiða til að rifta viðskiptunum. Málaleitan í þá átt lauk með samningum við skilanefnd Glitnis um yfirtöku á Stapa.Vert er að taka fram að á þeim nokkru vikum sem ég annaðist um mál Stapa fjárfestingafélags voru ekki gerðar neinar hreyfingar á eignasafni þess. Ég skilaði því til bankans nákvæmlega eins og ég fékk það." Við skoðun skilanefndar Glitnis kom í ljós að eignir Stapa voru einskis virði og voru þær því metnar á 0 krónur í árslok 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Stapi skuldi Glitni rúma 17 milljarða króna, og flokkast skuldin sem áhættuskuldbinding. Þá skuld þarf að afskrifa að fullu í bókum bankans. Málið er til rannsóknar hjá skilanefnd Glitnis, á byrjunarstigi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Líklegt er að með þessum snúningum hafi starfsmenn fyrirtækjasviðs Glitnis brotið reglur bankans, en ekki liggur fyrir hvaðan skipunin um að haga málum með þessum hætti kom.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira