Fréttaskýring: Staða flestra lífeyrissjóðanna neikvæð 17. júní 2010 05:45 Myndin tengist ekki fréttinni beint. Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyrissjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðunum að skerða greiðslur sé staðan neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðslur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu lífeyrissjóðirnir hafi þegar brugðist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári," segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega tryggingafræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyrissjóðanna er með tryggingafræðilega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þessir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bilinu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyrissjóðanna var með jákvæða raunávöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxtun. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 prósent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyrissjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 prósent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðslur, vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxtun á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyrissjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðunum að skerða greiðslur sé staðan neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðslur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu lífeyrissjóðirnir hafi þegar brugðist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári," segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega tryggingafræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyrissjóðanna er með tryggingafræðilega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þessir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bilinu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyrissjóðanna var með jákvæða raunávöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxtun. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 prósent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyrissjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 prósent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðslur, vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxtun á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira