Sölvi Geir: Fæ vonandi prósentur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2010 22:11 Sölvi skorar markið mikilvæga í kvöld. Nordic Photos / Getty Images „Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt," sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sölvi skoraði eina markið í 1-0 sigri FCK á norska liðinu Rosenborg í síðari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni. Samanlögð úrslit voru 2-2 en FCK komst áfram á útivallarmarki. „Það var gríðarlega mikið undir í þessum leik en við hefðum átt að klára hann í fyrri hálfleik. Þá átti við að ég held sautján skot að marki. Við hreinlega völtuðum yfir þá en við vorum klaufar að nýta ekki færin," sagði Sölvi við Vísi. „Þeir tjölduðu svo öllu til í síðari hálfleik og áttu eitt skot í slána. En við héldum núllinu og gríðarlega mikill léttir og fögnuður í leikslok." Hann segir ávallt gaman að skora en þetta var reyndar hans fyrsta mark fyrir félagið síðan kom til þess fyrr á árinu. „Það er ekki verra fyrst markið reyndist svona dýrmætt. Mér skilst að félagið fái 150 milljónir danskra króna (rúmir þrír milljarðar króna) fyrir að komast áfram. Það væri svo sem ekki verra að fá einhverjar prósentur af þessu," sagði hann og hló. „En aðalmálið er að við erum komnir áfram og við erum gríðarlega stoltir af því og hlökkum til." Dregið verður í riðlakeppnina á morgun og viðbúið að FCK mæti þar stórliði. „Við viljum samt gera góða hluti í riðlinum og þess vegna komast áfram. Það væri því ágætt að fá eitt gott lið og taka svo bara annað sætið. Það eru spennandi tímar framundan og það ríkir mikil tilhlökkun." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
„Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt," sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sölvi skoraði eina markið í 1-0 sigri FCK á norska liðinu Rosenborg í síðari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni. Samanlögð úrslit voru 2-2 en FCK komst áfram á útivallarmarki. „Það var gríðarlega mikið undir í þessum leik en við hefðum átt að klára hann í fyrri hálfleik. Þá átti við að ég held sautján skot að marki. Við hreinlega völtuðum yfir þá en við vorum klaufar að nýta ekki færin," sagði Sölvi við Vísi. „Þeir tjölduðu svo öllu til í síðari hálfleik og áttu eitt skot í slána. En við héldum núllinu og gríðarlega mikill léttir og fögnuður í leikslok." Hann segir ávallt gaman að skora en þetta var reyndar hans fyrsta mark fyrir félagið síðan kom til þess fyrr á árinu. „Það er ekki verra fyrst markið reyndist svona dýrmætt. Mér skilst að félagið fái 150 milljónir danskra króna (rúmir þrír milljarðar króna) fyrir að komast áfram. Það væri svo sem ekki verra að fá einhverjar prósentur af þessu," sagði hann og hló. „En aðalmálið er að við erum komnir áfram og við erum gríðarlega stoltir af því og hlökkum til." Dregið verður í riðlakeppnina á morgun og viðbúið að FCK mæti þar stórliði. „Við viljum samt gera góða hluti í riðlinum og þess vegna komast áfram. Það væri því ágætt að fá eitt gott lið og taka svo bara annað sætið. Það eru spennandi tímar framundan og það ríkir mikil tilhlökkun."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira