Guðmundur: Svakalegur milliriðlinn er lykillinn að árangri Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. júlí 2010 09:30 Fréttablaðið/Diener Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Brasilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Austurríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37-37 jafntefli þar sem gestgjafarnir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norðmönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að komast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í samhengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhugaðir tveir æfingaleikir við Þjóðverja í janúar á næsta ári, í undirbúningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykilmönnum liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti. Íslenski handboltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Brasilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Austurríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37-37 jafntefli þar sem gestgjafarnir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norðmönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að komast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í samhengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhugaðir tveir æfingaleikir við Þjóðverja í janúar á næsta ári, í undirbúningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykilmönnum liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira