Snorri Steinn: Leggjum allt í þetta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2010 14:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Nordic Photos / AFP Snorri Steinn Guðjónsson á von á skemmtilegum leik tveggja góðra liða þegar að Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum. Ég hef spilað með mörgum í danska landsliðinu og er að fara að spila með mörgum þeirra," sagði Snorri Steinn sem skiptir í sumar yfir til danska liðsins AG Handbold frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann viðurkennir þó að það kunni að vera erfitt að halda fullri einbeitingu enda langt og strangt tímabil að baki. „Það er ekkert óeðlilegt en landsliðið er jú landsliðið. Það er alltaf gaman að spila með því," sagði Snorri Steinn sem saknar þess að fá ekki að spila alvöru leik á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það helgast af því að Ísland þarf ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM í Svíþjóð á næsta ári þar sem liðið vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í vetur. „Ég vildi þó alls ekki skipta út þeim árangri fyrir svoleiðis leik - alls ekki. En það er vonandi að áhorfendur fylli höllina og myndi góða stemningu. Þá verðum við á tánum." Hann segir að árangur Rhein-Neckar Löwen á nýliðnu tímabili hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Við vorum nálægt því að vinna bikarinn en köstuðum því frá okkur í úrslitaleiknum. Við vorum svo ekkert spes í deildinni og náðum fjórða sæti þar sem var ekki markmiðið okkar. Í Meistaradeildinni töpuðum við naumlega fyrir Kiel og við hefðum getað náð lengra þar." „En þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla. Það var gaman að kynnast þessu og fá að spila með Guðjóni Val [Sigurðssyni] og Ólafi [Stefánssyni]. Ég hefði viljað vera lengur og spila með Róberti [Gunnarssyni]," sagði hann en Róbert gengur til liðs við Löwen nú í sumar. „En nú fer ég til Danmerkur og tek þátt í afar spennandi verkefni þar. Það er líka skemmtilegt að búa í Kaupmannahöfn og konan mín er til dæmis mjög ánægð með það. Þetta eru því blendnar tilfninningar því ég hefði gjarnan viljað spila með Íslendingunum þremur í Rhein-Neckar Löwen." Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson á von á skemmtilegum leik tveggja góðra liða þegar að Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Það er alltaf gaman að mæta Dönum. Ég hef spilað með mörgum í danska landsliðinu og er að fara að spila með mörgum þeirra," sagði Snorri Steinn sem skiptir í sumar yfir til danska liðsins AG Handbold frá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Hann viðurkennir þó að það kunni að vera erfitt að halda fullri einbeitingu enda langt og strangt tímabil að baki. „Það er ekkert óeðlilegt en landsliðið er jú landsliðið. Það er alltaf gaman að spila með því," sagði Snorri Steinn sem saknar þess að fá ekki að spila alvöru leik á 17. júní eins og verið hefur undanfarin ár. Það helgast af því að Ísland þarf ekki að taka þátt í undankeppni fyrir HM í Svíþjóð á næsta ári þar sem liðið vann til bronsverðlauna á EM í Austurríki í vetur. „Ég vildi þó alls ekki skipta út þeim árangri fyrir svoleiðis leik - alls ekki. En það er vonandi að áhorfendur fylli höllina og myndi góða stemningu. Þá verðum við á tánum." Hann segir að árangur Rhein-Neckar Löwen á nýliðnu tímabili hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Við vorum nálægt því að vinna bikarinn en köstuðum því frá okkur í úrslitaleiknum. Við vorum svo ekkert spes í deildinni og náðum fjórða sæti þar sem var ekki markmiðið okkar. Í Meistaradeildinni töpuðum við naumlega fyrir Kiel og við hefðum getað náð lengra þar." „En þetta var mjög skemmtileg og góð reynsla. Það var gaman að kynnast þessu og fá að spila með Guðjóni Val [Sigurðssyni] og Ólafi [Stefánssyni]. Ég hefði viljað vera lengur og spila með Róberti [Gunnarssyni]," sagði hann en Róbert gengur til liðs við Löwen nú í sumar. „En nú fer ég til Danmerkur og tek þátt í afar spennandi verkefni þar. Það er líka skemmtilegt að búa í Kaupmannahöfn og konan mín er til dæmis mjög ánægð með það. Þetta eru því blendnar tilfninningar því ég hefði gjarnan viljað spila með Íslendingunum þremur í Rhein-Neckar Löwen."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira