Svíar > Danir Atli Fannar Bjarkarson skrifar 25. september 2010 11:55 Svíþjóð var heimsótt í sumarfríinu. Ferðalagið var reyndar allt of stutt - ég yfirgaf Ísland á fimmtudegi með tóma ferðatösku og fulla vasa af seðlum og aðfaranótt mánudags var ég kominn heim - fátækari en nokkru sinni með stútfulla tösku sem komst framhjá vökulum augum tollstjóra og hátæknivædda gegnumlýsingu. Atli 1 - Ísland 0. Svíar eru töff þjóð sem hefur efni á því að vera töff. Þeir geta ekki samið lag án þess að það fari á toppinn einhvers staðar í heiminum, þeir geta ekki framleitt bíla án þess að þeir séu ógeðslega flottir og öruggir, svona eins og leikkonan Jessica Alba væri með brynvarða húð. Þá virðast þeir ekki geta búið til stelpur án þess að þær séu sætar og yfirleitt líka töff. Fjandinn hirði þig, Karl Gústaf! Danir eru ekki eins töff. Þeir eru yfirleitt hallæris-legir, framleiða ekki bíla og eru í þokkabót leiðinlegir og hrokafullir. Afgreiðslustúlkurnar í Svíþjóð heilsuðu manni alltaf eins og þær væru ánægðar að sjá mann: "Heey!" - sögðu þær skærri, en vinalegri röddu áður en þær lögðu hornstein að óumflýjanlegu gjaldþroti mínu með því að strauja kortið sem greiddi fyrir óhóflega neysluna. Einu Danirnir sem hafa heilsað mér jafn vinalega voru í bjórafgreiðslunni á Hróarskeldu. Og þeir voru örugglega fullir í vinnunni. Á meðan aðrar þjóðir býsnast yfir fjármálaerfiðleikum okkar og handahófskenndum eldsumbrotum úr iðrum jarðar reyndu Svíar að hlífa sárþjáðri sál minni með tilgerðarlegri fávisku. Ég var t.d. oftar en ekki spurður hvernig lífið væri í Finnlandi. Það er oft talað um að ég sé með finnsk kinnbein þannig að ég kunni vel að meta hugulsemina og svaraði: "olen kunnossa, kiitos". eina sem Svíþjóð mætti bæta er afgreiðslutími skemmtistaða. Bjórþyrstir Íslendingar á síðasta kvöldinu sínu í framandi landi eiga erfitt með að kyngja því að þurfa að fara heim klukkan þrjú. Þessu geta Svíarnir auðveldlega kippt í liðinn fyrir næstu heimsókn mína sem verður skipulögð strax eftir að skilanefndin hefur endurskipulagt fjármál mín og lánardrottnar afskrifað skuldirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Svíþjóð var heimsótt í sumarfríinu. Ferðalagið var reyndar allt of stutt - ég yfirgaf Ísland á fimmtudegi með tóma ferðatösku og fulla vasa af seðlum og aðfaranótt mánudags var ég kominn heim - fátækari en nokkru sinni með stútfulla tösku sem komst framhjá vökulum augum tollstjóra og hátæknivædda gegnumlýsingu. Atli 1 - Ísland 0. Svíar eru töff þjóð sem hefur efni á því að vera töff. Þeir geta ekki samið lag án þess að það fari á toppinn einhvers staðar í heiminum, þeir geta ekki framleitt bíla án þess að þeir séu ógeðslega flottir og öruggir, svona eins og leikkonan Jessica Alba væri með brynvarða húð. Þá virðast þeir ekki geta búið til stelpur án þess að þær séu sætar og yfirleitt líka töff. Fjandinn hirði þig, Karl Gústaf! Danir eru ekki eins töff. Þeir eru yfirleitt hallæris-legir, framleiða ekki bíla og eru í þokkabót leiðinlegir og hrokafullir. Afgreiðslustúlkurnar í Svíþjóð heilsuðu manni alltaf eins og þær væru ánægðar að sjá mann: "Heey!" - sögðu þær skærri, en vinalegri röddu áður en þær lögðu hornstein að óumflýjanlegu gjaldþroti mínu með því að strauja kortið sem greiddi fyrir óhóflega neysluna. Einu Danirnir sem hafa heilsað mér jafn vinalega voru í bjórafgreiðslunni á Hróarskeldu. Og þeir voru örugglega fullir í vinnunni. Á meðan aðrar þjóðir býsnast yfir fjármálaerfiðleikum okkar og handahófskenndum eldsumbrotum úr iðrum jarðar reyndu Svíar að hlífa sárþjáðri sál minni með tilgerðarlegri fávisku. Ég var t.d. oftar en ekki spurður hvernig lífið væri í Finnlandi. Það er oft talað um að ég sé með finnsk kinnbein þannig að ég kunni vel að meta hugulsemina og svaraði: "olen kunnossa, kiitos". eina sem Svíþjóð mætti bæta er afgreiðslutími skemmtistaða. Bjórþyrstir Íslendingar á síðasta kvöldinu sínu í framandi landi eiga erfitt með að kyngja því að þurfa að fara heim klukkan þrjú. Þessu geta Svíarnir auðveldlega kippt í liðinn fyrir næstu heimsókn mína sem verður skipulögð strax eftir að skilanefndin hefur endurskipulagt fjármál mín og lánardrottnar afskrifað skuldirnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun