Handbolti

Svíar bjuggu til stærsta handbolta heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Boltinn veglegi. Mynd/heimasíða HM.
Boltinn veglegi. Mynd/heimasíða HM.

Það er aðeins 51 dagur þar til HM í handbolta hefst í Svíþjóð. Stemning er að myndast fyrir mótinu og miðasala er sögð ganga vel.

Svíarnir gera ýmislegt til þess að auglýsa mótið og ein af auglýsingabrellunum er að keyra á alla keppnisstaði með stærsta handbolta allra tíma sem Svíar hafa búið til.

Eins og sjá má á myndinni er boltinn afar veglegur og að sjálfsögðu dregin af Volvo-eðalbifreið. Hann er um tvo metra í þvermál.

Gömlu kempurnar í handboltanum eru óspart notaðar til þess að auglýsa mótið og þar á meðal er Staffan "Faxi" Olsson sem var líklega einn óvinsælasti íþróttamaður á Íslandi til margra ára er hann gerði strákunum okkar ítrekað lífið leitt.

"Það er virkilega gaman að ferðast um landið og hitta fólkið. Sérstaklega þar sem handbolti er ekkert sérstaklega vinsæll. Þetta mót á eftir að skilja mikið eftir sig og auka áhugann hjá unga fólkinu til muna," sagði Olsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×