Hof og hallir Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 21. júní 2010 14:48 Á síðustu metrunum verða ákafari úrtöluraddirnar að nýjar og glæsilegar byggingar í Reykjavík og á Akureyri hafi aldrei átt að rísa. "Seint séð Þuríður." Nú skal ekki hér rifjað upp hver tildrögin voru að því að Harpa og Hof voru undirbúin, hönnuð og reist. Aðdragandinn að báðum húsunum var langur og hugsjónir um byggingu þeirra kviknuðu af sárri þörf, hvorki norðan né sunnan heiða voru nein hús tiltæk til samkomuhalds þannig að sómi væri að. Og þá var sama til hvaða tónlistarnota var litið: sinfónískrar tónlistar, kórverka, hljómsveita stórra og smárra af hvaða tagi sem gafst. Íslenskum áhugamönnum um tónlist af öllu tagi var vísað í skítuga bari, íþróttahús, gamla bíósali, félagsheimili af annarri kynslóð - því ástandi varð að linna. Víst skal ekki efast um að allur undirbúningur beggja mannvirkjanna mátti vera betri, mælieiningar um kostnaðarhækkanir á báðum húsunum eru tímabundnar og háðar mörgum ytri skilyrðum. Það er lítið gagn í að tauta nú: "Þetta gat ég gert ódýrar hefði ég átt sög", eða "þessu var ég alltaf á móti" eins og bæjarfulltrúinn á Akureyri gerir nú. Hvað ætlar hann að gera í framtíðinni? Bíða á tröppunum meðan bærinn fer í Hof? Húsin munu þýða algera byltingu í rekstri stórra menningarstofnana: rekstrargrunni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar er gerbylt með Hofi. Loks verður fýsilegt fyrir opinberar stofnanir að sækja norður, leikflokka, dansflokka og tónlistarhópa af öllu tagi. Hagnaður í hjarta Akureyringa og Norðlendinga verður mikill og óumræddur. Hof mun kosta talsvert í rekstri en tilkoma hússins gerir norðurströndina frá Húnaflóa að Húsavík að byggilegri stað, bætir lífsgæðin. Harpa mun á sama máta kalla á umtalsverðar breytingar í flutningi og notum tónlistar af hvaða tagi sem hún er. Húsið er risastórt skref til ánægjuauka fyrir íbúa allt upp í Borgarfjörð og austur eftir suðurströndinni. Mannvirki sem mun hvað sem stækkun og mannfjöldaaukningu á höfuðborgarsvæðinu og í nálægum byggðum líður duga í hundruð ára - gleymi menn ekki viðhaldinu. Ekki skal það efað að yfirvöld borgar og ríkis með þau Ingibjörgu Sólrúnu og Björn Bjarnason í fararbroddi hafa ekki hugsað dæmið til enda þegar Landsbankafélögum Björgólfs Guðmundssonar var veittur réttur til að reisa Hörpu. En þýðir um það að fást nú? Ekki lokum við skólunum fokheldum, sláum fyrir kirkjurnar þótt þær geri ekki í blóðið sitt. Ekki er rekstrarkostnaðurinn á bæjarstjórnarskrifstofum og ráðhúsum metinn svo að þau hús verði að nýta með tví- eða þrísetningu. Sem þó er hægt að gera bæði með Hof og Hörpu. Tilkoma þessara mannvirkja kallar aftur á róttæka endurskoðun á menningarpólitík ríkis og sveitarfélaga, skarpan skilning á hvað er mögulegt og hvernig má hrinda því í verk öllum íbúum landsins til yndisauka. Aðsókn að úrtölumönnum hefur aldrei verið mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Á síðustu metrunum verða ákafari úrtöluraddirnar að nýjar og glæsilegar byggingar í Reykjavík og á Akureyri hafi aldrei átt að rísa. "Seint séð Þuríður." Nú skal ekki hér rifjað upp hver tildrögin voru að því að Harpa og Hof voru undirbúin, hönnuð og reist. Aðdragandinn að báðum húsunum var langur og hugsjónir um byggingu þeirra kviknuðu af sárri þörf, hvorki norðan né sunnan heiða voru nein hús tiltæk til samkomuhalds þannig að sómi væri að. Og þá var sama til hvaða tónlistarnota var litið: sinfónískrar tónlistar, kórverka, hljómsveita stórra og smárra af hvaða tagi sem gafst. Íslenskum áhugamönnum um tónlist af öllu tagi var vísað í skítuga bari, íþróttahús, gamla bíósali, félagsheimili af annarri kynslóð - því ástandi varð að linna. Víst skal ekki efast um að allur undirbúningur beggja mannvirkjanna mátti vera betri, mælieiningar um kostnaðarhækkanir á báðum húsunum eru tímabundnar og háðar mörgum ytri skilyrðum. Það er lítið gagn í að tauta nú: "Þetta gat ég gert ódýrar hefði ég átt sög", eða "þessu var ég alltaf á móti" eins og bæjarfulltrúinn á Akureyri gerir nú. Hvað ætlar hann að gera í framtíðinni? Bíða á tröppunum meðan bærinn fer í Hof? Húsin munu þýða algera byltingu í rekstri stórra menningarstofnana: rekstrargrunni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar er gerbylt með Hofi. Loks verður fýsilegt fyrir opinberar stofnanir að sækja norður, leikflokka, dansflokka og tónlistarhópa af öllu tagi. Hagnaður í hjarta Akureyringa og Norðlendinga verður mikill og óumræddur. Hof mun kosta talsvert í rekstri en tilkoma hússins gerir norðurströndina frá Húnaflóa að Húsavík að byggilegri stað, bætir lífsgæðin. Harpa mun á sama máta kalla á umtalsverðar breytingar í flutningi og notum tónlistar af hvaða tagi sem hún er. Húsið er risastórt skref til ánægjuauka fyrir íbúa allt upp í Borgarfjörð og austur eftir suðurströndinni. Mannvirki sem mun hvað sem stækkun og mannfjöldaaukningu á höfuðborgarsvæðinu og í nálægum byggðum líður duga í hundruð ára - gleymi menn ekki viðhaldinu. Ekki skal það efað að yfirvöld borgar og ríkis með þau Ingibjörgu Sólrúnu og Björn Bjarnason í fararbroddi hafa ekki hugsað dæmið til enda þegar Landsbankafélögum Björgólfs Guðmundssonar var veittur réttur til að reisa Hörpu. En þýðir um það að fást nú? Ekki lokum við skólunum fokheldum, sláum fyrir kirkjurnar þótt þær geri ekki í blóðið sitt. Ekki er rekstrarkostnaðurinn á bæjarstjórnarskrifstofum og ráðhúsum metinn svo að þau hús verði að nýta með tví- eða þrísetningu. Sem þó er hægt að gera bæði með Hof og Hörpu. Tilkoma þessara mannvirkja kallar aftur á róttæka endurskoðun á menningarpólitík ríkis og sveitarfélaga, skarpan skilning á hvað er mögulegt og hvernig má hrinda því í verk öllum íbúum landsins til yndisauka. Aðsókn að úrtölumönnum hefur aldrei verið mikil.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun