Ágústa Edda Björnsdótttir, leikmaður Vals, segir liðið vera vel undirbúið fyrir átök vetrarins en Valur varð í kvöld meistari meistaranna eftir sigur á Fram í Meistarakeppni HSÍ, 25-23.
„Mér fannst þetta fínn leikur og framhald á því sem verið hefur á milli þessara liða. Þetta er alltaf mikil barátta og skemmtilegir leikir. En úrslitin voru góð í kvöld, sem betur fer," sagði hún.
„Seinni hálfleikur var betri hjá okkur. Við gerðum mikið af mistökum í fyrri hálfleik og það vill oft verða í leikjum þessara liða og er ekkert nýtt."
Henni líst vel á veturinn sem er framundan. „Ég held að það hafi hjálpað okkur að hafa byrjað tímabilið fyrr með Evrópuleikjunum. Það stefnir í að þessi tvö lið munu berjast um titlana í vetur þó svo að einhver lið munu sjálfsagt koma á óvart."
Ágústa Edda: Alltaf baráttuleikir gegn Fram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
