Íslenska landsliðið í golfi er komið upp í 21.-26. sæti á HM áhugamannalandsliða í golfi sem nú fer fram í Argentínu.
Ísland er á samtals sjö höggum yfir pari eftir að hafa spilað á aðeins tveimur höggum yfir pari í dag.
Hlynur Geir Hjartarson lék best Íslendinganna í dag eða á pari vallarins, 72 höggum.
Ólafur Björn Loftsson lék á tveimur höggum yfir pari og Guðmundur Kristjánsson fjórum. Tvö bestu skor dagsins gilda og því var Ísland á samtals tveimur höggum yfir í dag.
Danir hafa tekið forystu af Frökkum á mótinu og eru á samtals sex höggum undir pari.
Keppnin er nú hálfnuð en henni lýkur á sunnudaginn.
Íslenska liðið spilaði vel í dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn



„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti