Dauðaslys aldrei ásættanleg Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. nóvember 2010 04:00 Núllsýn í umferðarmálum gengur út á að ekki eigi að sætta sig við dauðaslys í umferðinni og allt skuli gert til að koma í veg fyrir að þau eigi sér stað. Þessa sýn kynnti Claes Tingvall yfirmaður umferðaröryggsideildar Trafikverket í Svíþjóð á Umferðarþingi í vikunni sem leið. Í fyrstu kann núllsýn að virðast algerlega óraunhæf en þegar að er gáð þá snýst hún aðeins um það að núllstilla viðunandi fórnarkostnað í lífi og heilsu vegfarenda sem er hreint ekki út í hött. Hvert líf skiptir nefnilega máli og verður ekki metið til fjár. Hverju þarf að breyta til þess að unnt sé að koma í veg fyrir slysin og gera þessa sýn raunhæfa? Baráttan gegn umferðarslysum snýr að tvennu. Annars vegar umferðarmannvirkjum og hins vegar aksturslagi, þ.e. bæði þeim reglum sem fara á eftir í umferðinni og umferðarmenningunni sem snýr þá að því hversu vel við förum eftir reglunum og skynsöm og tillitssöm við erum að öðru leyti í umferðinni. Íslendingar eru í raun býsna langt komnir í baráttunni gegn dauðaslysunum. Meðalfjöldi dauðaslysa undanfarin ár hefur verið um 20 en frá árinu 2007 hefur náðst hér markverður árangur í fækkun dauðsfalla í umferðinni og nú þegar sléttur mánuður er eftir af árinu 2010 eru fórnarlömb umferðarslysa orðin sex talsins sem er met en engu að síður sex fórnarlömbum of mikið. Það er dýrt að byggja, breyta og breikka vegi og alltaf má deila um það hvernig best sé að verja því fé sem fer til uppbyggingar vegakerfisins. Hingað til hafa byggðasjónarmið iðulega vegið þyngra en umferðarþungi. Þannig eru fjölfarnir hlutar af þjóðvegi 1 hér á suðversturhorninu aðeins með eina akrein í hvora átt. Claes Tingvall benti á það í viðtali við Fréttablaðið um helgina að hæfilegur hámarkshraði á slíkum vegi er 50 til 60 kílómetrar á klukkustund. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við þetta? Það verður að aðlaga hraðann að því mannvirki sem vegurinn er, og umferðarþunganum? Enginn er óskeikull, ekki heldur reyndustu og flinkustu bílstjórar. Þess vegna verður alltaf að gera ráð fyrir mannlegum mistökum og þau rúmast illa á 90 kílómetra hraða á vegi með eina akrein í hvora átt og þéttri umferð á móti. Ljóst er að vegabætur verða ekki hraðar á næstu árumÞví þarf að taka afstöðu til hámarkshraða á hverjum stað. Vera kann að forsvaranlegt sé að hann sé 90 kílómetrar á klukkustund þar sem ein akrein er í hvora átt á vegum þar sem umferð er ekki mjög þétt en jafnljóst að hægja ber á umferðinni á slíkum vegum þar sem umferðarþungi er mikill. Þetta eru hinir ytri rammar. Hinir innri eru þó ekki minna um verðir. Þeir snúast um að hver og einn ökumaður líti í eigin barm og taki ábyrga afstöðu fyrir sig og um leið aðra vegfarendur; horfist í augu við að enginn er óskeikull og að alltaf verður að haga akstri miðað við aðstæður. Akstur má aldrei vera á þann veg að ekkert megi út af bregða án þess að illa fari. Það verður alltaf að gera ráð fyrir mistökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Núllsýn í umferðarmálum gengur út á að ekki eigi að sætta sig við dauðaslys í umferðinni og allt skuli gert til að koma í veg fyrir að þau eigi sér stað. Þessa sýn kynnti Claes Tingvall yfirmaður umferðaröryggsideildar Trafikverket í Svíþjóð á Umferðarþingi í vikunni sem leið. Í fyrstu kann núllsýn að virðast algerlega óraunhæf en þegar að er gáð þá snýst hún aðeins um það að núllstilla viðunandi fórnarkostnað í lífi og heilsu vegfarenda sem er hreint ekki út í hött. Hvert líf skiptir nefnilega máli og verður ekki metið til fjár. Hverju þarf að breyta til þess að unnt sé að koma í veg fyrir slysin og gera þessa sýn raunhæfa? Baráttan gegn umferðarslysum snýr að tvennu. Annars vegar umferðarmannvirkjum og hins vegar aksturslagi, þ.e. bæði þeim reglum sem fara á eftir í umferðinni og umferðarmenningunni sem snýr þá að því hversu vel við förum eftir reglunum og skynsöm og tillitssöm við erum að öðru leyti í umferðinni. Íslendingar eru í raun býsna langt komnir í baráttunni gegn dauðaslysunum. Meðalfjöldi dauðaslysa undanfarin ár hefur verið um 20 en frá árinu 2007 hefur náðst hér markverður árangur í fækkun dauðsfalla í umferðinni og nú þegar sléttur mánuður er eftir af árinu 2010 eru fórnarlömb umferðarslysa orðin sex talsins sem er met en engu að síður sex fórnarlömbum of mikið. Það er dýrt að byggja, breyta og breikka vegi og alltaf má deila um það hvernig best sé að verja því fé sem fer til uppbyggingar vegakerfisins. Hingað til hafa byggðasjónarmið iðulega vegið þyngra en umferðarþungi. Þannig eru fjölfarnir hlutar af þjóðvegi 1 hér á suðversturhorninu aðeins með eina akrein í hvora átt. Claes Tingvall benti á það í viðtali við Fréttablaðið um helgina að hæfilegur hámarkshraði á slíkum vegi er 50 til 60 kílómetrar á klukkustund. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við þetta? Það verður að aðlaga hraðann að því mannvirki sem vegurinn er, og umferðarþunganum? Enginn er óskeikull, ekki heldur reyndustu og flinkustu bílstjórar. Þess vegna verður alltaf að gera ráð fyrir mannlegum mistökum og þau rúmast illa á 90 kílómetra hraða á vegi með eina akrein í hvora átt og þéttri umferð á móti. Ljóst er að vegabætur verða ekki hraðar á næstu árumÞví þarf að taka afstöðu til hámarkshraða á hverjum stað. Vera kann að forsvaranlegt sé að hann sé 90 kílómetrar á klukkustund þar sem ein akrein er í hvora átt á vegum þar sem umferð er ekki mjög þétt en jafnljóst að hægja ber á umferðinni á slíkum vegum þar sem umferðarþungi er mikill. Þetta eru hinir ytri rammar. Hinir innri eru þó ekki minna um verðir. Þeir snúast um að hver og einn ökumaður líti í eigin barm og taki ábyrga afstöðu fyrir sig og um leið aðra vegfarendur; horfist í augu við að enginn er óskeikull og að alltaf verður að haga akstri miðað við aðstæður. Akstur má aldrei vera á þann veg að ekkert megi út af bregða án þess að illa fari. Það verður alltaf að gera ráð fyrir mistökunum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun