Einn leikur var í N1-deild kvenna í kvöld. Fram vann Fylki 31-26 en staðan í hálfleik var 17-10 fyrir Fram.
Fram er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Valskonum. Fylkir hefur 18 stig eins og FH í 5.- 6. sæti.
Leiknum var flýtt vegna þátttöku Fram í Evrópukeppni kvenna, þar sem liðið heldur til Makedóníu um helgina. Þar leikur liðið gegn MC Metalurg.
Fram - Fylkir 31-26
Mörk Fram: Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6, Stella Sigurðardóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Anna Guðmundsdóttir 3, Anna Friðriksdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Guðrún Hálfdánsdóttir 1, Marthe Sördal 1.
Mörk Fylkis: Sunna Jónsdóttir 12, Sunna María Einarsdóttir 4, Anna Sif Gunnarsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Ela Koval 1, Hanna Sigurjónsdóttir 1, Elín Jónsdóttir 1, Laufey Guðmundsdóttir 1, Guðrún Ósk Maríasdóttir 1.