Kaupþingsmenn vildu „taka út pening strax“ Sigríður Mogensen skrifar 14. apríl 2010 19:55 Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fréttastofa greindi frá því fyrir rúmri viku að útvaldir starfsmenn Kaupþings hafi fengið greidda milljarða króna í formi lána út á hækkandi hlutabréfaverð. Þeir hafi veðsett bréf sín í bankanum og fengið greidd út lán án veða. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans hafi verið í þessum hópi. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur þetta skýrt fram, en nefndin birtir tölvupóst sem Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London sendu þann 12. desember 2006, þar segir: "Sæll Siggi og Hreiðar. Þar sem Ármann er búinn að ræða þetta við ykkur höfum við talað okkur saman (samtök loyal CEOa) og komist að þessari hugmynd um bréf okkar í bankanum: Við stofnum hver um sig eignarhaldsfélag og setjum öll bréf og lán í það félag. Við fáum viðbótarlán, 90 krónur fyrir hverjar 100 sem eru í félaginu - sem þýðir að við tökum út einhvern pening strax. Við fáum heimild fyrir að fá lánað meira ef gengi KB hækkar..... ... síðar í bréfinu segir ..."að bankinn myndi taka á sig fræðilegt tap ef að yrði." Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að tölvubréfið lýsi tiltekinni afstöðu meðal æðstu stjórnenda bankans um hvernig binda eigi saman hag hluthafa og stjórnenda. Tillagan felist í því að stjórnendur geti innleyst áhættulausan hagnað sinn með því að leggja stöðugt meiri áhættu á bankann og hluthafa. Þeir leggi til að eignarhaldsfélög taki við bréfum sem þegar hafi verið veðsett í bankanum og fái enn frekari lán frá bankanum. Með þessu hafi þeir getað greitt arð út úr félögunum og veðsett alla þá hækkun sem orðið hafði á bréfunum síðan þau voru fyrst veðsett. Í þessu sambandi nefnir rannsóknarnefndin félagið Kaupþing Capital Partners Fund sem nefndin segir að virðist hafa verið notað í sama tilgangi og Magnús og Ármann lýstu í tölvupósti sínum. Meðal eigenda Kaupþing Capital Partners voru Hreiðar Már Sigurðsson ehf. og The S Invest Trust, sem er í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis. Fréttastofa greindi frá því fyrir rúmri viku að útvaldir starfsmenn Kaupþings hafi fengið greidda milljarða króna í formi lána út á hækkandi hlutabréfaverð. Þeir hafi veðsett bréf sín í bankanum og fengið greidd út lán án veða. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans hafi verið í þessum hópi. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur þetta skýrt fram, en nefndin birtir tölvupóst sem Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings í London sendu þann 12. desember 2006, þar segir: "Sæll Siggi og Hreiðar. Þar sem Ármann er búinn að ræða þetta við ykkur höfum við talað okkur saman (samtök loyal CEOa) og komist að þessari hugmynd um bréf okkar í bankanum: Við stofnum hver um sig eignarhaldsfélag og setjum öll bréf og lán í það félag. Við fáum viðbótarlán, 90 krónur fyrir hverjar 100 sem eru í félaginu - sem þýðir að við tökum út einhvern pening strax. Við fáum heimild fyrir að fá lánað meira ef gengi KB hækkar..... ... síðar í bréfinu segir ..."að bankinn myndi taka á sig fræðilegt tap ef að yrði." Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að tölvubréfið lýsi tiltekinni afstöðu meðal æðstu stjórnenda bankans um hvernig binda eigi saman hag hluthafa og stjórnenda. Tillagan felist í því að stjórnendur geti innleyst áhættulausan hagnað sinn með því að leggja stöðugt meiri áhættu á bankann og hluthafa. Þeir leggi til að eignarhaldsfélög taki við bréfum sem þegar hafi verið veðsett í bankanum og fái enn frekari lán frá bankanum. Með þessu hafi þeir getað greitt arð út úr félögunum og veðsett alla þá hækkun sem orðið hafði á bréfunum síðan þau voru fyrst veðsett. Í þessu sambandi nefnir rannsóknarnefndin félagið Kaupþing Capital Partners Fund sem nefndin segir að virðist hafa verið notað í sama tilgangi og Magnús og Ármann lýstu í tölvupósti sínum. Meðal eigenda Kaupþing Capital Partners voru Hreiðar Már Sigurðsson ehf. og The S Invest Trust, sem er í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira