Umfjöllun: Endurfæddir Valsmenn stöðvuðu sigurgöngu Fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2010 20:56 Haraldur Þorvarðarson er marghamur maður. Hann kikir hér í linsu ljósmyndara um leið og hann reynir að komast í gegnum vörn Vals. Mynd/Anton Valsmenn stöðvuðu tíu leikja sigurgöngu Fram með 29-28 sigri í æsispennandi leik í Vodafonehöllinni í kvöld. Sturla Ásgeirsson skoraði sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok en Hlynur Morthens varði eins og berserkur á lokamínútum leiksins. Valdimar Þórsson skoraði 7 mörk fyrir Val og þeir Sturla Ásgeirsson og Anton Rúnarsson voru með 5 mörk hvor. Hlynur Morthens varði 14 skot. Einar Rafn Eiðsson skoraði 9 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson var með 6 mörk. Magnús Erlendsson varði 18 skot í markinu þar af 12 þeirra í fyrri hálfleik. Framarar lentu fjórum mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik en unnu síðustu 12 mínútur hálfleiksins 7-2 og voru því 15-13 yfir í hálfleik. Valsliðið skoraði ekki síðustu sex mínútur hálfleiksins og ekki þær þrjár fyrstu í þeim seinni og lenti mest fjórum mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks. Valsmenn gáfust ekki upp og unnu sig inn í leikinn einkum fyrir frábærar spilamennsku Antons Rúnarssonar og Hlyns Morthens á lokakaflanum. Valsmenn tóku frumkvæðið í upphafi leiks, komust í 1-0, 2-1 og svo í 4-2 eftir tvö mörk Orra Freys Gíslasonar í röð á línunni. Bæði mörkin komu eftir glæsilegar línusendingar frá Valdimar Þórssyni. Framarar jöfnuðu í 4-4 en komust ekki yfir og Valsmenn náðu síðan fjögurra marka forystu þegar þeir breyttu stöðunni úr 6-6 í 10-6 á fimm mínútna kafla. Fannar Þorbjörnsson fór þá á kostum í vörninni og skoraði að auki tvö mörk úr hraðaupphlaupum. Framarar voru mikið manni færri á þessum kafla og fjögur af fyrstu sjö mörkum Valsliðsins voru skoruðu í yfirtölu. Valsmenn fengu nokkur tækifæri til að auka muninn í kjölfarið en Magnús Erlendsson, markvörður Fram, hélt mínum á floti því hann varði ítrekað úr dauðafærum. Framliðið náði að skora nokkur ódýr mörk úr hraðaupphlaupum í framhaldinu og það má segja að Magnús hafi kveikt neistann í sínum mönnum með snilldarmarkvörslu. Róbert Aron Hostert kom líka með kraft inn í sóknarleikinn og átti þátt í mörkum markanna á lokakafla hálfleiksins. Framliðið minnkaði muninn í eitt mark á augabragði og var síðan komið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13, eftir að hafa unnið sex síðustu mínútur fyrri hálfleiks 4-0. Einar Rafn Eiðsson skoraði tvö síðustu mörk hálfleiksins. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, varði alls 12 skot í fyrri hálfleiknum þar af átta þeirra maður á móti manni. Haraldur Þorvarðarson var líka öflugur á línuni með fimm mörk en það var einmitt hann sem braut ísinn þegar Fram var ekki búið að skora í tæpar sjö mínútur. Framrar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og voru þá búnir að skora sex mörk í röð og halda Valsmönnum markalausum í rúmar níu mínútur. Valsmenn komu til baka, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 16-17. Þessi kafli dugði þó skammt því fyrr en varir hafði Fram aftur náð fjögurra marka forustu og það var allt farið að stefna í Valssigur. Valsmenn áttu hinsvegar inni tvo menn. Hlynur Morthens hafði sest á bekkinn eftir dapra markvörslu í seinni hálfeik en kom nú aftur inn og fór að verja eins og berserkur. Hinn var Anton Rúnarsson sem hafði ekki spilað fyrstu 40 mínútur leiksins vel, gert ótal mistök og verið klaufalegur í öllum sínum aðgerðum. Anton fór hinsvegar á kostum á síðustu 20 mínútunum þar sem hann bar uppi sóknarleik Vals og skoraði þá fjögur mörk á mikilvægum kafla. Valsmenn unnu fimm mínútna kafla 5-1 og náðu að jafna leikinn. Við tóku æsispennandi lokamínútur en úrslitin réðust síðan á umdeildu atviki. Jóhann Gunnar Einarsson fékk þá ekki aukakast hjá dómurum leiksins og boltinn datt fyrir Sturla Ásgeirsson sem kom Val í 29-28 þegar 25 sekúndur voru eftir. Þetta reyndist vera sigurmarkið í leiknum því Hlynur Morthens lokaði Valsmarkinu á lokakafla leiksins og tryggði sínum sigurinn. Framarar voru mjög ósáttir enda bjuggust örugglega allir við að það yrði dæmt aukakast og þá eru Valsmenn taldir með. Það var hinsvegar ekki gert og Framarar náðu ekki að nýta sér síðustu sókn sína í leiknum. Valsmenn hafa endurfæðst undir stjórn þeirra Óskars Bjarna Óskarssonar og Heimis Ríkarðssonar og bæði liðin ættu að vera að berjast um titilinn ef marka má leikinn í kvöld. Valsvörnin var sterkt í kvöld enda skilaði hún tíu hraðaupphlaupum sem komu sér vel. Tíu leikja sigurganga Framliðsins er á enda en það er þó engin ástæða til annars en að liðið komi sterkt til baka eftir HM-fríið. Framliðið hikstaði á móti 5:1 vörninni í seinni hálfleik og verða væntanlega búnir að finna lausn á því í febrúar. Valur-Fram 29-28 (13-15)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5 (10), Anton Rúnarsson 5 (8), Orri Freyr Gíslason 3 (5), Ernir Hrafn Arnarson 3/1 (9/2), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 2 (4), Fannar Örn Þorbjörnsson 2 (2).Varin skot: Hlynur Morthens 14 (38/3, 37%), Ingvar Guðmundsson 1 (5, 20).Hraðaupphlaup: 10 (Sturla 3, Valdimar 2, Anton 2, Fannar 2, Einar Örn)Fiskuð víti: 2 (Ásbjörn, Orri)Brottvísanir: 8 mínútur (Valdimar beint rautt)Mörk Fram (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/3 (12/3), Haraldur Þorvarðarson 6 (6), Róbert Aron Hostert 5( 10), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (8), Magnús Stefánsson 2 (2), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (4), Jóhann Karl Reynisson 1 (1), Matthías Daðason (3).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 18 (47/1, 38%)Hraðaupphlaup: 8 (Einar 4, Magnús, Jóhann Gunnar, Róbert, Jóhann)Fiskuð víti: 3 (Andri Berg, Jóhann Karl, Róbert)Brottvísanir: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Valsmenn stöðvuðu tíu leikja sigurgöngu Fram með 29-28 sigri í æsispennandi leik í Vodafonehöllinni í kvöld. Sturla Ásgeirsson skoraði sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok en Hlynur Morthens varði eins og berserkur á lokamínútum leiksins. Valdimar Þórsson skoraði 7 mörk fyrir Val og þeir Sturla Ásgeirsson og Anton Rúnarsson voru með 5 mörk hvor. Hlynur Morthens varði 14 skot. Einar Rafn Eiðsson skoraði 9 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson var með 6 mörk. Magnús Erlendsson varði 18 skot í markinu þar af 12 þeirra í fyrri hálfleik. Framarar lentu fjórum mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik en unnu síðustu 12 mínútur hálfleiksins 7-2 og voru því 15-13 yfir í hálfleik. Valsliðið skoraði ekki síðustu sex mínútur hálfleiksins og ekki þær þrjár fyrstu í þeim seinni og lenti mest fjórum mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks. Valsmenn gáfust ekki upp og unnu sig inn í leikinn einkum fyrir frábærar spilamennsku Antons Rúnarssonar og Hlyns Morthens á lokakaflanum. Valsmenn tóku frumkvæðið í upphafi leiks, komust í 1-0, 2-1 og svo í 4-2 eftir tvö mörk Orra Freys Gíslasonar í röð á línunni. Bæði mörkin komu eftir glæsilegar línusendingar frá Valdimar Þórssyni. Framarar jöfnuðu í 4-4 en komust ekki yfir og Valsmenn náðu síðan fjögurra marka forystu þegar þeir breyttu stöðunni úr 6-6 í 10-6 á fimm mínútna kafla. Fannar Þorbjörnsson fór þá á kostum í vörninni og skoraði að auki tvö mörk úr hraðaupphlaupum. Framarar voru mikið manni færri á þessum kafla og fjögur af fyrstu sjö mörkum Valsliðsins voru skoruðu í yfirtölu. Valsmenn fengu nokkur tækifæri til að auka muninn í kjölfarið en Magnús Erlendsson, markvörður Fram, hélt mínum á floti því hann varði ítrekað úr dauðafærum. Framliðið náði að skora nokkur ódýr mörk úr hraðaupphlaupum í framhaldinu og það má segja að Magnús hafi kveikt neistann í sínum mönnum með snilldarmarkvörslu. Róbert Aron Hostert kom líka með kraft inn í sóknarleikinn og átti þátt í mörkum markanna á lokakafla hálfleiksins. Framliðið minnkaði muninn í eitt mark á augabragði og var síðan komið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13, eftir að hafa unnið sex síðustu mínútur fyrri hálfleiks 4-0. Einar Rafn Eiðsson skoraði tvö síðustu mörk hálfleiksins. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, varði alls 12 skot í fyrri hálfleiknum þar af átta þeirra maður á móti manni. Haraldur Þorvarðarson var líka öflugur á línuni með fimm mörk en það var einmitt hann sem braut ísinn þegar Fram var ekki búið að skora í tæpar sjö mínútur. Framrar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og voru þá búnir að skora sex mörk í röð og halda Valsmönnum markalausum í rúmar níu mínútur. Valsmenn komu til baka, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 16-17. Þessi kafli dugði þó skammt því fyrr en varir hafði Fram aftur náð fjögurra marka forustu og það var allt farið að stefna í Valssigur. Valsmenn áttu hinsvegar inni tvo menn. Hlynur Morthens hafði sest á bekkinn eftir dapra markvörslu í seinni hálfeik en kom nú aftur inn og fór að verja eins og berserkur. Hinn var Anton Rúnarsson sem hafði ekki spilað fyrstu 40 mínútur leiksins vel, gert ótal mistök og verið klaufalegur í öllum sínum aðgerðum. Anton fór hinsvegar á kostum á síðustu 20 mínútunum þar sem hann bar uppi sóknarleik Vals og skoraði þá fjögur mörk á mikilvægum kafla. Valsmenn unnu fimm mínútna kafla 5-1 og náðu að jafna leikinn. Við tóku æsispennandi lokamínútur en úrslitin réðust síðan á umdeildu atviki. Jóhann Gunnar Einarsson fékk þá ekki aukakast hjá dómurum leiksins og boltinn datt fyrir Sturla Ásgeirsson sem kom Val í 29-28 þegar 25 sekúndur voru eftir. Þetta reyndist vera sigurmarkið í leiknum því Hlynur Morthens lokaði Valsmarkinu á lokakafla leiksins og tryggði sínum sigurinn. Framarar voru mjög ósáttir enda bjuggust örugglega allir við að það yrði dæmt aukakast og þá eru Valsmenn taldir með. Það var hinsvegar ekki gert og Framarar náðu ekki að nýta sér síðustu sókn sína í leiknum. Valsmenn hafa endurfæðst undir stjórn þeirra Óskars Bjarna Óskarssonar og Heimis Ríkarðssonar og bæði liðin ættu að vera að berjast um titilinn ef marka má leikinn í kvöld. Valsvörnin var sterkt í kvöld enda skilaði hún tíu hraðaupphlaupum sem komu sér vel. Tíu leikja sigurganga Framliðsins er á enda en það er þó engin ástæða til annars en að liðið komi sterkt til baka eftir HM-fríið. Framliðið hikstaði á móti 5:1 vörninni í seinni hálfleik og verða væntanlega búnir að finna lausn á því í febrúar. Valur-Fram 29-28 (13-15)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5 (10), Anton Rúnarsson 5 (8), Orri Freyr Gíslason 3 (5), Ernir Hrafn Arnarson 3/1 (9/2), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 2 (4), Fannar Örn Þorbjörnsson 2 (2).Varin skot: Hlynur Morthens 14 (38/3, 37%), Ingvar Guðmundsson 1 (5, 20).Hraðaupphlaup: 10 (Sturla 3, Valdimar 2, Anton 2, Fannar 2, Einar Örn)Fiskuð víti: 2 (Ásbjörn, Orri)Brottvísanir: 8 mínútur (Valdimar beint rautt)Mörk Fram (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/3 (12/3), Haraldur Þorvarðarson 6 (6), Róbert Aron Hostert 5( 10), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (8), Magnús Stefánsson 2 (2), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (4), Jóhann Karl Reynisson 1 (1), Matthías Daðason (3).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 18 (47/1, 38%)Hraðaupphlaup: 8 (Einar 4, Magnús, Jóhann Gunnar, Róbert, Jóhann)Fiskuð víti: 3 (Andri Berg, Jóhann Karl, Róbert)Brottvísanir: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira