Lífið

Kate Winslet fer með börnin til Mendes

kate  winslet Leikkonan ætlar að fara með börnin sín til London leikstýri fyrrverandi eiginmaður hennar næstu Bond-mynd.
kate winslet Leikkonan ætlar að fara með börnin sín til London leikstýri fyrrverandi eiginmaður hennar næstu Bond-mynd.

Leikkonan Kate Winslet ætlar að fara með börnin sín, Joe og Miu, til London á meðan fyrrverandi eiginmaður hennar, leikstjórinn Sam Mendes, tekur þar upp næstu James Bond-mynd.

Winslet, sem skildi við Mendes í mars síðastliðnum, finnst það ósanngjarnt að hann fái ekki að hitta sjö ára son sinn og tíu ára stjúpdóttur meðan á löngum tökum myndarinnar stendur. Hún ætlar því að fljúga með börnin frá heimili sínu í New York til London. „Ef allt gengur upp mun Sam leikstýra næstu Bond-mynd og við verðum í Englandi ef það gerist," sagði Winslet.

„Þetta er mikil skuldbinding fyrir hann og það er ekki sanngjarnt að hann þurfi að flakka á milli New York og London. Það væri ómögulegt. Börnin verða þarna með mér."

Hin 35 ára Winslet segir að hún og Mendes séu enn góðir vinir. Hún getur meira að segja hugsað sér að vinna aftur með honum en síðasta mynd þeirra, Revolutionary Road, sem kom út 2008, fékk góðar viðtökur.

„Ég get vel hugsað mér að vinna aftur með honum. Við erum mjög góðir vinir og berum virðingu hvort fyrir öðru. Ég væri til í það en þið þyrftuð fyrst að spyrja Sam hvort hann væri til," sagði leikkonan. Hún hætti í síðasta mánuði með fyrirsætunni Louis Dowler eftir fjögurra mánaða samband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×