Philipp Degen hefur komist að samkomulagi um kaup og kjör við þýska úrvalsdeildarliðið Stuttgart en hann er nú á mála hjá Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, tilkynnti Degen fljótlega eftir að hann tók við liðinu að hann væri ekki í framtíðaráætlunum sínum. Honum væri því frjálst að finna sér nýtt félag.
Stuttgart kom fljótt til sögunnar og þarf nú að komast að samkomulagi um kaupverð við Liverpool.
Degen er 27 ára gamall svissneskur landsliðsmaður sem kom til Liverpool árið 2007. Hann lék aðeins í sjö leikjum með félaginu en þangað var hann keyptur frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.