Ungu strákarnir gefa Íslandi von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Alfreð Finnbogason skoraði eitt og átti ríkan þátt í hinu marki Íslands í gær. Nordic Photos / AFP Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skoruðu svo þriðja markið á 27. mínútu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlitinu." Ísraelar skoruðu fyrsta markið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Hermanni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dameri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafamörk - alger byrjendamistök," sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leikmenn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðsþjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísraelsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breyttum til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur," sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Steinþór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur." Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn." Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir hornspyrnu og setti hann á nærstöngina," sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kolbein sem skoraði síðara markið," bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli," sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tækifærið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu." Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leikmenn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð." Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skoruðu svo þriðja markið á 27. mínútu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlitinu." Ísraelar skoruðu fyrsta markið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Hermanni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dameri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafamörk - alger byrjendamistök," sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leikmenn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðsþjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísraelsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breyttum til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur," sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Steinþór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur." Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn." Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir hornspyrnu og setti hann á nærstöngina," sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kolbein sem skoraði síðara markið," bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli," sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tækifærið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu." Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leikmenn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð."
Íslenski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira