Sparnaður sagður bitna á fátækum 30. ágúst 2010 04:45 David Cameron og George Osborne Forsætisráðherra Bretlands og fjármálaráðherra í stjórn hans.nordicphotos/AFP Harkalegur sparnaður á fjárlögum í Bretlandi bitnar illa á fátækum, samkvæmt úttekt IFS, óháðrar þjóðhagsrannsóknastofnunar í Bretlandi. Þetta stangast á við yfirlýsingar bresku stjórnarinnar, sem segist einmitt hafa gætt þess vel að sparnaðurinn muni ekki bitna á fátæklingum. Samkvæmt IFS valda sparnaðaraðgerðirnar því að þau tíu prósent breskra fjölskyldna, sem fátækastar eru, missa meira en fimm prósent af tekjum sínum. Til samanburðar missa þau tíu prósent fjölskyldna, sem auðugastar eru, einungis um eitt prósent tekna sinna, og er þá miðað við barnlausar fjölskyldur sem ekki þiggja lífeyrisgreiðslur. George Osborne fjármálaráðherra hefur sagt sparnaðinn, sem ná eigi fram á neyðarfjárlögum ársins, muni koma harðar niður á þeim sem meiri tekjur hafa, en stofnunin segir úttekt sína sýna að því sé þveröfugt farið. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda flokksins og aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Davids Camerons, leiðtoga Íhaldsflokksins, sakar IFS um hlutdrægni. Þar sé ekki tekið neitt tillit til þess, að stjórnin ætli að ráðast í miklar aðgerðir til að koma fólki af bótum og út á vinnumarkaðinn. Þar náist fram mikill sparnaður um leið og dregið sé úr fátækt. Um þetta er fjallað í breskum fjölmiðlum, meðal annars á vefsíðum dagblaðsins Guardian og ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxtur í Bretlandi mældist 1,2 prósent á öðrum ársfjórðungi, sem er heldur meira en þau 1,1 prósent sem spáð var. Stjórnin þakkar þetta miklum vexti í byggingariðnaði. Hagvöxtur hefur þá mælst í þrjá ársfjórðunga í röð, en þar á undan hafði mælst samdráttur í bresku efnahagslífi sex ársfjórðunga í röð. Þessi frétt virðist þó ekki hafa slegið á ótta Breta um að hagvöxturinn minnki á ný þegar sparnaðaraðgerðirnar fara að bitna á fólki og fyrirtækjum síðar á árinu. Hagfræðingurinn Samuel Tombs segir hagvöxtinn byggðan á mjög veikum grunni, sem ólíklegt er að standi til lengdar. „Bæði heimili og ríki juku útgjöld sín, heimilin um 0,7 prósent milli fjórðunga og ríkið um 0,3 prósent,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum, „en báðir þessir geirar eru afar ólíklegir til að halda áfram þessum vaxtarhraða þegar þrengt verður að í fjármálunum á næstu fjórðungum.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Harkalegur sparnaður á fjárlögum í Bretlandi bitnar illa á fátækum, samkvæmt úttekt IFS, óháðrar þjóðhagsrannsóknastofnunar í Bretlandi. Þetta stangast á við yfirlýsingar bresku stjórnarinnar, sem segist einmitt hafa gætt þess vel að sparnaðurinn muni ekki bitna á fátæklingum. Samkvæmt IFS valda sparnaðaraðgerðirnar því að þau tíu prósent breskra fjölskyldna, sem fátækastar eru, missa meira en fimm prósent af tekjum sínum. Til samanburðar missa þau tíu prósent fjölskyldna, sem auðugastar eru, einungis um eitt prósent tekna sinna, og er þá miðað við barnlausar fjölskyldur sem ekki þiggja lífeyrisgreiðslur. George Osborne fjármálaráðherra hefur sagt sparnaðinn, sem ná eigi fram á neyðarfjárlögum ársins, muni koma harðar niður á þeim sem meiri tekjur hafa, en stofnunin segir úttekt sína sýna að því sé þveröfugt farið. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda flokksins og aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Davids Camerons, leiðtoga Íhaldsflokksins, sakar IFS um hlutdrægni. Þar sé ekki tekið neitt tillit til þess, að stjórnin ætli að ráðast í miklar aðgerðir til að koma fólki af bótum og út á vinnumarkaðinn. Þar náist fram mikill sparnaður um leið og dregið sé úr fátækt. Um þetta er fjallað í breskum fjölmiðlum, meðal annars á vefsíðum dagblaðsins Guardian og ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxtur í Bretlandi mældist 1,2 prósent á öðrum ársfjórðungi, sem er heldur meira en þau 1,1 prósent sem spáð var. Stjórnin þakkar þetta miklum vexti í byggingariðnaði. Hagvöxtur hefur þá mælst í þrjá ársfjórðunga í röð, en þar á undan hafði mælst samdráttur í bresku efnahagslífi sex ársfjórðunga í röð. Þessi frétt virðist þó ekki hafa slegið á ótta Breta um að hagvöxturinn minnki á ný þegar sparnaðaraðgerðirnar fara að bitna á fólki og fyrirtækjum síðar á árinu. Hagfræðingurinn Samuel Tombs segir hagvöxtinn byggðan á mjög veikum grunni, sem ólíklegt er að standi til lengdar. „Bæði heimili og ríki juku útgjöld sín, heimilin um 0,7 prósent milli fjórðunga og ríkið um 0,3 prósent,“ hefur AP-fréttastofan eftir honum, „en báðir þessir geirar eru afar ólíklegir til að halda áfram þessum vaxtarhraða þegar þrengt verður að í fjármálunum á næstu fjórðungum.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira