Baugur og tengdir aðilar fengu hátt í þúsund milljarða 12. apríl 2010 11:43 Baugur Group stendur upp úr þegar kemur að stórum áhættulánum bankanna á árunum fyrir hrun. Þegar mest lét skuldaði Baugur og tengd félög hátt í þúsund milljarða króna hjá stóru bönkunum þremur miðað við gengi dagsins í dag.Rúmlega helmingur af eiginfjárgrunni bankanna þriggja var undir í lánveitingum til Baugs og tengdra fyrirtækja. Lán til Baugs samstæðunnar námu yfir 10% af heildarútlánum móðurfélaga Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að áhætta allra bankanna vegna Baugs Group hafi verið gríðarleg. Glitnir hafi borið mestu áhættuna vegna hópsins, ef horft sé til hlutfalls af eiginfjárgrunni bankans. Aðrir af stærstu hópunum sem fengu lán hjá bönkunum voru allir stórir hluthafar í bönkunum. Baugur Group hf. og tengdir aðilar skulduðu 85,5% af eiginfjárgrunni Glitnis.Hjá Kaupþingi námu skuldbindingar Baugs Group 42,3% af eiginfjárgrunni og hjá Landsbankanum var hlutfallið 68,8%. Svipaða sögu er að segja af lánveitingum Straums Burðaráss til Baugs Group, en hlutfallið er þó eilítið lægra þar. Baugur Group og tengd félög voru stærsti viðskiptavinur íslensku bankanna.Rannsóknarnefnd Alþingis telur að samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði eigi þetta við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka og jafnframt að sömu hópar hafi myndað stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta sé Baugur Group og fyrirtæki tengd þeirri samsteypu.Í öllum stóru bönkunum og Straumi hafi Baugshópurinn verið orðin of stór áhætta. Segir í skýrslu nefndarinnar að það sé ámælisvert að áhættustýringar bankanna hafi leyft þessari áhættu að byggjast upp. Sömu sögu megi segja um Exista, Björgólf Thor Björgólfsson , Björgólf Guðmundsson og Ólaf Ólafsson, þó áhætta vegna þessara aðila hafi verið nokkru minni en Baugshópsins. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Baugur Group stendur upp úr þegar kemur að stórum áhættulánum bankanna á árunum fyrir hrun. Þegar mest lét skuldaði Baugur og tengd félög hátt í þúsund milljarða króna hjá stóru bönkunum þremur miðað við gengi dagsins í dag.Rúmlega helmingur af eiginfjárgrunni bankanna þriggja var undir í lánveitingum til Baugs og tengdra fyrirtækja. Lán til Baugs samstæðunnar námu yfir 10% af heildarútlánum móðurfélaga Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að áhætta allra bankanna vegna Baugs Group hafi verið gríðarleg. Glitnir hafi borið mestu áhættuna vegna hópsins, ef horft sé til hlutfalls af eiginfjárgrunni bankans. Aðrir af stærstu hópunum sem fengu lán hjá bönkunum voru allir stórir hluthafar í bönkunum. Baugur Group hf. og tengdir aðilar skulduðu 85,5% af eiginfjárgrunni Glitnis.Hjá Kaupþingi námu skuldbindingar Baugs Group 42,3% af eiginfjárgrunni og hjá Landsbankanum var hlutfallið 68,8%. Svipaða sögu er að segja af lánveitingum Straums Burðaráss til Baugs Group, en hlutfallið er þó eilítið lægra þar. Baugur Group og tengd félög voru stærsti viðskiptavinur íslensku bankanna.Rannsóknarnefnd Alþingis telur að samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði eigi þetta við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka og jafnframt að sömu hópar hafi myndað stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta sé Baugur Group og fyrirtæki tengd þeirri samsteypu.Í öllum stóru bönkunum og Straumi hafi Baugshópurinn verið orðin of stór áhætta. Segir í skýrslu nefndarinnar að það sé ámælisvert að áhættustýringar bankanna hafi leyft þessari áhættu að byggjast upp. Sömu sögu megi segja um Exista, Björgólf Thor Björgólfsson , Björgólf Guðmundsson og Ólaf Ólafsson, þó áhætta vegna þessara aðila hafi verið nokkru minni en Baugshópsins.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira