Það er þjóðhátíð í Hafnarfirði í kvöld þegar FH tekur á móti Haukum í Krikanum. Venju samkvæmt verða þekktir einstaklingar á grillinu og munu þeir grilla hamborgara ofan í svanga Hafnfirðinga.
Á grillinu í kvöld verða sjálfstæðiskonurnar Þorgerður Katrín Gunnarsson og Rósa Guðbjartsdóttir sem og Samfylkingarmennirnir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Ingvar Viktorsson, fyrrum bæjarstjóri.
Grillið verður tendrað klukkan 18.45 og þá kemur í ljós hvor flokkurinn er betri á grillinu.