Meistarastjórinn segir bann við liðsskipunum óraunhæft 28. júlí 2010 10:16 Ross Brawn ásamt Nico Rosberg og Michael Schumacher. Mynd: Getty Images Ross Brawn sem gerði lið sitt að meisturum í fyrra og seldi síðan til Mercedes segir að bann við liðsskipunum sé óraunhæft. Mikið fjaðrafok varð um síðustu helgi þegar Ferrari var dæmt fyrir að beita liðsskipun og láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. "Ég skil að áhorfendur geti verið svekktir með það sem gerðist á sunnudaginn. Bann við liðsskipunum er ekki raunhæft lengur. FIA og keppnisliðn verða að finna gegnsæja lausn, sem viðheldur heiðarleika íþróttarinnar og tekur mið af eðli íþróttarinnar", sagði Brawn í samtali við Gazetta dello sport. Autosport.com greinir frá þessu í dag. Brawn var hjá Ferrari þegar liðið lét Rubens Barrichello færa Michael Schumacher sigurinn á silfurfæti í Formúlu 1 mótinu í Austurríki 2002. Brawn gat þess að lið sitt myndi beita liðsskipunum ef með þyrfti. "Ökumenn okkar eru beðnir að lenda ekki í árekstri hvor við annan og ef annar á möguleika á titlinum og hinn ekki, þá viljum við að báðir hugsi um hag liðsins án þess að kasta frá sér tækifærinu", sagði Brawn. Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ross Brawn sem gerði lið sitt að meisturum í fyrra og seldi síðan til Mercedes segir að bann við liðsskipunum sé óraunhæft. Mikið fjaðrafok varð um síðustu helgi þegar Ferrari var dæmt fyrir að beita liðsskipun og láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. "Ég skil að áhorfendur geti verið svekktir með það sem gerðist á sunnudaginn. Bann við liðsskipunum er ekki raunhæft lengur. FIA og keppnisliðn verða að finna gegnsæja lausn, sem viðheldur heiðarleika íþróttarinnar og tekur mið af eðli íþróttarinnar", sagði Brawn í samtali við Gazetta dello sport. Autosport.com greinir frá þessu í dag. Brawn var hjá Ferrari þegar liðið lét Rubens Barrichello færa Michael Schumacher sigurinn á silfurfæti í Formúlu 1 mótinu í Austurríki 2002. Brawn gat þess að lið sitt myndi beita liðsskipunum ef með þyrfti. "Ökumenn okkar eru beðnir að lenda ekki í árekstri hvor við annan og ef annar á möguleika á titlinum og hinn ekki, þá viljum við að báðir hugsi um hag liðsins án þess að kasta frá sér tækifærinu", sagði Brawn.
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira