Dregið var í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu. Liverpool mætir Benfica frá Portúgal.
Einnig var dregið í undanúrslitin og ef Liverpool leggur Benfica mun liðið mæta sigurvegurunum úr Spánar-rimmu Valencia og Atletico Madrid.
Fulham fær þýska liðið Wolfsburg í átta liða úrslitunum og sigurvegarann í viðureign Hamburger og Standard ef liðið kemst áfram.
Fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum verða 1. apríl og seinni leikirnir viku síðar.
Átta liða úrslit:
Fulham - Wolfsburg
Hamburger - Standard Liege
Valencia - Atletico Madrid
Benfica - Liverpool
Undanúrslit:
Hamburger/Standard - Fulham/Wolfsburg
Valencia/Atletico - Benfica - Liverpool