Fjórir geta orðið meistarar í lokamótinu 8. nóvember 2010 10:49 Mynd: Getty Images/Mark Thompson Fjórir ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 eftir mótið í Brasilíu í gær, en lokamótið verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel eiga mesta möguleika á meistaratitlinum, en Lewis Hamilton á tölfræðilega möguleika, en eigi hann að ná titilinum þarf hann að vinna lokamótið og þremenningunum að ganga illa. Alonso er með 246 stig, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Það er hægt að reikna dæmið á fjölmargan hátt, en ef tekið er mið af gengi kappanna í titilslagnum í gær og reiknað með að þeir berjist um sigur í lokamótinu, þá lítur dæmið svona út. Ef Vettel vinnur lokamótið og Webber verður í öðru sæti verða báðir með 256 stig og Alonso nægir þá fjórða sætið til að verða meistari, því hann fengi 258 stig. Ef Webber vinnur lokamótið, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að verða meistari. Webber fengi þá 263 stig og Alonso 264. Svo geta allir ökumennirnir orðir jafnir með 256 stig, ef Vettel vinnur, Webber verður annar og Alonso verður í fimmta sæti. Þá tapar Webber fyrir Vettel á færri sigrum í mótun og Vettel verður meistari af því hann hefur oftar náð fjórða sæti en Alonso. Svo er í raun aldrei að vita hvað gerist í mótinu, menn geta fallið úr leik vegna bilanna eða mistaka og Hamilton gæti orðið meistari, ef keppinautum hans gengur öllum miður vel. Hamilton verður altént að vinna mótið til að verða meistari og fá 25 stig og fer í 247. Alonso má þá ekki fá stig og verður áfram með 246, Webber verður að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki verða ofar en í þriðja sæti eigi Hamilton að verða meistari. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fjórir ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 eftir mótið í Brasilíu í gær, en lokamótið verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel eiga mesta möguleika á meistaratitlinum, en Lewis Hamilton á tölfræðilega möguleika, en eigi hann að ná titilinum þarf hann að vinna lokamótið og þremenningunum að ganga illa. Alonso er með 246 stig, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Það er hægt að reikna dæmið á fjölmargan hátt, en ef tekið er mið af gengi kappanna í titilslagnum í gær og reiknað með að þeir berjist um sigur í lokamótinu, þá lítur dæmið svona út. Ef Vettel vinnur lokamótið og Webber verður í öðru sæti verða báðir með 256 stig og Alonso nægir þá fjórða sætið til að verða meistari, því hann fengi 258 stig. Ef Webber vinnur lokamótið, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að verða meistari. Webber fengi þá 263 stig og Alonso 264. Svo geta allir ökumennirnir orðir jafnir með 256 stig, ef Vettel vinnur, Webber verður annar og Alonso verður í fimmta sæti. Þá tapar Webber fyrir Vettel á færri sigrum í mótun og Vettel verður meistari af því hann hefur oftar náð fjórða sæti en Alonso. Svo er í raun aldrei að vita hvað gerist í mótinu, menn geta fallið úr leik vegna bilanna eða mistaka og Hamilton gæti orðið meistari, ef keppinautum hans gengur öllum miður vel. Hamilton verður altént að vinna mótið til að verða meistari og fá 25 stig og fer í 247. Alonso má þá ekki fá stig og verður áfram með 246, Webber verður að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki verða ofar en í þriðja sæti eigi Hamilton að verða meistari.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira