Gengi hlutabréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways féll um 4,96 prósent í Kauphöllinni í dag og gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,88 prósent.
Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Marels um 0,14 prósent.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,32 prósent og endaði hún í 873,3 stigum.