Leikið var í undanúrslitum á Íslandsmótinu í Futsal, innanhússknattspyrnu, í íþróttahúsinu á Álftanesi í dag.
Fjölnir tryggði sér sæti í úrslitunum með 9-7 sigri á ÍBV og þá gerði Víkingur frá Ólafsvík sér lítið fyrir og sló út ríkjandi meistara, Keflavík, í hinni undanúrslitaviðureigninni, 11-9.
Liðin mætast á sama stað á morgun og hefst leikurinn klukkan 13.30.

